Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 22
22 | | 5. júlí 2023 Skipalyftan ehf. Vestmannaeyj- um var stofnuð 14. nóvember 1981. Fyrirtækið fagnaði því 40 ára afmæli fyrir hálfu öðru ári. Í dag starfar Skipalyftan fyrst og fremst sem plötusmiðja, véla- og renniverkstæði auk þess að þjónusta skip í upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar. Skipa- lyftan heldur einnig úti lager og verslun með mikið úrval af vörum tengdum málmiðnaði, sjósókn og veiðum. Þurfum að ráðast í framkvæmdir „Við erum bara bjartsýn“ var það fyrsta sem Stefán Örn Jóns- son framkvæmdastjóri og einn eigenda Skipalyftunnar sagði þegar blaðamaður settist nið- ur með honum á kaffistofunni í Lyftunni. Stefán er stórhuga þegar talið barst að framtíð- inni. „Við erum nýbúnir að fá í hendurnar kostnaðaráætlun fyrir ný upptökumannvirki sem við ætlum að leggja fyrir ráðamenn og hagsmunaaðila þegar þau gögn eru alveg klár.“ Stefán segir núverandi mannvirki vera barn síns tíma og ætli menn að halda áfram að þjónusta skip til fulls í Vestmannaeyjum þá þurfi að ráðast í framkvæmdir. „Við erum auðvitað að skoða fleiri en einn möguleika en í mínum huga þá er þurrkví það sem myndi henta okkur best.“ Þurrkví er skipakví sem hægt er að sigla inn í tæma úr vatn svo skipin standa á þurru og ekki þarf að lyfta þeim upp. „Þess háttar mannvirki myndi henta okkur best hér bæði vegna þess hve þrengt hefur að athafnasvæð- inu í kringum lyftuna og því erfitt að byggja stærra mannvirki inn í landi, aðgengi yrði auðveldara og veður hefði minni áhrif á upptökur.“ Stefán segir mikið hafa breyst á síðustu árum. „Í dag eru þetta um sjö skip sem við getum tekið upp í Vestmannaeyjum, það hefur mikið breyst frá því að hér voru 80-90 upptökur á ári. Annar kostur við þurrkví er að hún virkar sem viðlegukantur þegar ekki er unnið í mannvirkinu.“ Stefán var ekki tilbúinn að deila innihaldi þessara áætlana með blaðamanni fyrr en hann hefði kynnt þau fyrir öðrum. Erum mikilvægur partur keðjunnar Stefán segir að þrátt fyrir að upp- tökum fækki þá gangi reksturinn vel. „Við höfum auðvitað þurft að aðlaga okkur að breyttum tímum. Skipalyftan hefur verið rekin á sömu kennitölunni síðan 1981, það eru fáir sem geta státað sig af því þessum geira. Auðvitað höfum við gengið í gegnum allskonar tíma en okkar mesta lukka hefur alla tíð verið lítil starfsmanna- velta. “Í dag starfa um 35-40 manns hjá fyrirtækinu. „Það eru mikil verðmæti í því að hafa gott starfsfólk í þessum geira og það eru margir sem hafa verið lengi hjá okkur. Það er merki um að við séum í það minnsta að gera eitthvað rétt. Við erum mikilvæg- ur partur í þessari keðju sem sjáv- arútvegur í Vestmannaeyjum er. Fyrirtækin hér sinna viðhaldi og endurnýjun af metnaði og við höf- um lagt okkur fram um að verða við því. Við höfum notið góðs af því að hér séu öflug og framsækin fyrirtæki sem vilja gera vel.“ Við berum ábyrgð Stefán er ekki að slá slöku við þó hann viðurkenni fúslega tekið sé að síga á seinni hlutann á hans vakt hjá fyrirtækinu. „Nýlega byggðum við tvö hús við hlið Skipalyftunnar, sem hvort um sig eru 700 fermetrar að stærð. Annað þeirra er að mestu leyti í útleigu en í hitt húsið höfum við nú fært vélaverkstæðið okkar í sem er með glæsileg aðstaða fyrir okkar starfsemi. Nú er einnig hafin bygging á öðru húsi hér á horninu við Kleifaveginn. Við erum einnig alltaf að endurnýja tæki og tól, nú stendur yfir endurnýjun á loftræstingunni í húsinu þannig að það er nóg að snúast hjá okkur.“ Stefán segir eigendur fyrirtækisins bera ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Þó svo að við förum að hætta að vinna í þessu þá verður fyrirtækið áfram mikil- vægur þáttur í verðmætakeðjunni hér í Eyjum. Það er skylda okkar að tryggja að svo verði áfram.“ Aukin aðsókn í iðngreinar Stefán segir hluta af þeirri ábyrgð vera meðal annars að taka þátt í að mennta framtíðar kynslóð- ir iðnaðarmanna. „Við höfum verið í góðu samstarfi við FIV og finnum fyrir aukinni aðsókn í iðngreinar. Þetta skiptir máli fyrir okkur. Það er mikill munur að fá nema hér í vinnu sem hafa tekið eina eða tvær annir í grunndeild uppi í skóla. Þau koma mun betur undirbúin inn á vinnustaðinn. Við höfum verið að taka marga nema á samning síðustu ár með góðum árangri. Það er auðvitað ábyrgðarhluti fyrir okkur að halda greininni gangandi. Þetta skiptir allt máli. Við þurfum að horfa til framtíðar. Þó svo að ég eigi kannski ekki eftir að sjá þessa þurrkví á minni vakt þá ber okkur skylda að ryðja veginn,“ sagði Stefán að lokum. Hafa gert kostnaðaráætlun fyrir þurrkví Stefán Örn Jónsson er bjartsýnn á framtíðina í Vestmannaeyjum SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is Jón Waagfjörð. Friðrik Gíslason og Helgi Einarsson . Gunnar Davíð Erlendsson og Andri Andersen. Ómar Björn Stefánsson. Gunnar og Tara. Þorgeir Oddfríðarson, Jón Valur Jónsson, Jón Waagfjörð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.