Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Side 28

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Side 28
28 | | 5. júlí 2023 Jarl Sigurgeirsson hefur mörg járn í eldinum þessa dagana en hann og lúðrasveit hans halda stórtón- leika á föstudaginn í tilefni 50 ára goslokaafmælis. Um er að ræða Lúðrasveitaball í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja en á svæðinu verða Lúðrasveit Vestmannaeyja, hljóm- sveit hússins, samkór myndaður af Karla- og Kvennakór Vestmanna- eyja ásamt Kór Landakirkju, og nokkrir vel valdir gestir. Í hljómsveit hússins eru eingöngu heimamenn. Birgir Nilsen mun spila á trommur, Gísli Stefánsson og Sæþór Vídó Þorbjarnarson á gítar, Þórir Rúnar Geirsson á ba- ssa, og þeir Páll Viðar Kristinsson og Þórir Ólafsson leika á hljóm- borð. Ásamt því að vera í bandinu mun Sæþór Vídó, sem hefur staðið vaktina á Tjarnarsviðinu í Herj- ólfsdal síðustu 20 árin, taka upp hljóðnemann. Sömuleiðis eiga Jónsi, Sigga Guðna, Helgi Björns- son, Júníus Meyvant, og þær Sara Renee Griffin og Una Þorvalds- dóttir eftir að taka lagið. Allt lagt í tónleikana „Það er búið að standa lengi til hjá okkur að leggjast í verk af þessari stærðargráðu, en í ár eru liðin tíu ár frá tónleikum okkar með Fjalla- bræðrum í tilefni 40 ára gosloka- afmælis. Þannig að í ár erum við bæði að minnast þessa mikilla tímamóta og að sama skapi taka nokkurs konar endurtekt frá 2013 tónleikunum” segir Jarl. Lúðra- sveit Vestmannaeyja hafði árið áður gefið út þjóðhátíðarlagið með Fjallabræðrum og fyllt Há- skólabíó tvisvar í nóvember 2012. Sömuleiðis spiluðu sveitin og bræður á Ísafirði páskana árið eftir. „Þetta er auðvitað mjög stórt verk- efni fyrir litla lúðrasveit úti á landi, en við höfum verið að vinna með mottóið að ef þetta er auðvelt þá er þetta leiðinlegt. Við erum að miða við að búa til eins stemningu á þessum tónleikum og tíðkaðist á sveitaböllum hér fyrr” segir Jarl. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir verkefnið um 500 þúsund krónur. Þegar blásið var til tónleikanna árið 2013 voru allir forsölumiðar seldir úr plastkassa á Kletti, en í þetta skiptið er auðveldlega hægt að tryggja sér miða á www.midix. is. Kórkennsla í boði fyrir unglingastigið Aðspurður út í Tónlistarskólann segir Jarl aðsóknina svipa til síð- ustu ára og að nemendur séu í kringum 120 talsins. „Við bjóðum upp á hljóðfærakennslu í flestum hljóðfærum, söngkennslu, og svo erum við með samspilshópa eins og lúðrasveitina. Það hefur verið gaman að sjá krakka hittast fyrir utan skóla og stofna hljómsveitir. Það er líka ánægjulegt að sjá að nú sé komið val á unglingastiginu þar sem hægt er að velja um að vera í kór” segir Jarl. Öll starfsemi skól- ans er við Vesturveg 38 en gert er ráð fyrir því að skólinn geti flutt sig um sess eftir þrjú ár þegar lokið verður við viðbyggingu á Hamars- skóla. Sveitaball á föstudaginn! Stórt verkefni fyrir litla lúðrasveit úti á landi Sveitaballagoðsagnir troða upp Kyana Sue Powers er mörg- um kunnug þeim sem nýta sér samfélagsmiðlana. Kyana er oft kennd sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands en það er einmitt það sem hún gerði. Árið 2018 gerði hún sér ferð til Íslands og varð heltekin af landi og þjóð. Hún fór heim til Bostons, hætti í vinnunni, seldi allt sem hún átti, og flutti til Reykjavíkur. Hún vinnur við að gera efni tengt Íslandi fyrir samfélagsmiðla og nýtur mikilla vinsælda á bæði Instagram og TikTok. Það var létt yfir Kyönu er Eyjafréttir heyrðu í henni á dögunum. „Öll streita hverfur úr mér þegar ég er í Eyjum og mér líður eins og ég sé heima hjá mér” segir Kyana sem er vön því að dásama Vestmannaeyjar á miðlunum sín- um og lýsir þeim sem kökusneið af paradís. „Vestmannaeyingar eru allir svo vinalegir og það er gott að vera í kringum þá” segir hún. Hún hefur heimsótt Eyjar þó nokkrum sinnum og ætlar að reyna að gera sér ferð til Eyja á ný þegar pysjurnar fara á stjá. Kyana segir pysjutímabilið eitt það besta sem hún veit og að það sé erfitt að mynda ekki tilfinningaleg tengsl við pysjurnar. Eitt myndabanda hennar með pysjum er með hátt í 5 milljón áhorf. „Ég hef aldrei gert neitt leiðin- legt á þessari eyju” segir Kyana. Spurð út í sprönguna hlær hún og segist ekki vita hvernig krakk- ar hér í Eyjum fara að því að spranga. „Að sjálfsögðu lét ég á reyna, en krakkarnir með sínar kúnstir eru miklu hugrakkari en ég, það eitt get ég sagt þér” segir Kyana. Næs uppáhalds íslenski veitingastaðurinn „Ég elska Slippinn og Næs, en ég held einmitt að Næs sé uppáhalds veitingastaðurinn minn á öllu landinu. Gísli Matt kann sitt fag og það er svo gott að spjalla við hann” segir Kyana sem hefur áður farið með Gísla að handtína ýmsar jurtir í eynni fyrir eldamennskuna. Vigtin bakhús er eitt af uppáhalds bakaríum Kyönu, en hún grínast með að vera að íhuga það að flytja inn jalapenó-kringlurnar þeirra upp á land. Gaman að heyra sögur frá heimamönnum „Ég læri alltaf eitthvað nýtt þegar ég heimsæki Eldheima. Gossagan er hreint út sagt mögnuð og ég er svo fegin að Eyjamenn sneru aftur til baka og hófu uppbyggingu. Það er líka alltaf jafn áhugavert að fá að heyra sögur frá heimamönn- um, hvort sem það séu gossögur eða frásagnir frá því hvernig það var að alast upp í Eyjum” segir Kyana. Kyana auglýsir Vestmannaeyjar á samfélagsmiðlum: Eru eins og kökusneið af paradís Frá æfingu hópsins. SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR salka@eyjafrett ir. is Kyana Sue Powers er mörgum kunnug þeim sem nýta sér samfé- lagsmiðlana. Kyana er oft kynnt sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands en það er einmitt það sem hún gerði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.