Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Side 30

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Side 30
30 | | 5. júlí 2023 Langflest sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum voru viðskipta- vinir Íslandsbanka á þeim tíma sem við lítum hér til, síðasta áratugs aldarinnar sem leið. Tímamót urðu í fjármálalífi þjóðarinnar í byrjun árs 1990 þegar stærsti einkabanki landsins varð til, Íslandsbanki hf., við samein- ingu Alþýðubanka, Iðnaðarbanka, Útvegsbanka og Verzlunarbanka. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson hagfræðingur kom til starfa í útibú- inu í Vestmannaeyjum 1992 og var í lykilhlutverki í samskiptum við viðskiptavini bankans í útgerð og fiskvinnslu. „Binni í bankanum“ skynjaði fljótt hver staða sjávarútvegsfyr- irtækjanna var í hnotskurn og á vissan hátt í leiðinni hvernig sjávarútvegsfyrirtæki landsmanna stóðu yfirleitt í grófum dráttum. „Við skulum halda því til haga að þarna voru einungis fáein ár liðin frá náttúruhamförum sem höfðu meiri áhrif á samfélagið í Eyjum en nokkur dæmi eru um fyrr og síðar á Íslandi. Fiskvinnslufyrir- tækin misstu bókstaflega allt sitt í gosinu. Reksturinn stöðvaðist meira og minna í heilt ár, starfs- fólkið forðaði sér og skilaði sér sumt hvert aldrei til baka, hús og tæki fóru undir hraun eða stór- skemmdust og eyðilögðust. Það þurfti meira en lítið átak til að fá hjólin til að snúast á nýjan leik en sem betur fer bar íslensk- um stjórnvöldum gæfa til þess að treysta eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna til að hafa mest um það að segja hvað bæri að gera og hvernig frekar en að stjórn- málamenn og embættismenn fyrir sunnan legðu Eyjamönnum línur í smáu og stóru. Endurreisn eftir gos var gríðarlegt samfélagslegt átak og ábyrgð at- vinnurekenda hér var meðal annars sú að safna ekki skuldum umfram það sem rekstur fyrirtækjanna réði við að borga. Slíkt var á stundum hægara sagt en gert og ytri skilyrði höfðu auðvitað sitt að segja þegar afkoma ársins var gerð upp í árs- reikningunum. Þegar ég kom til Eyja 1992 hafði mikið gerst í atvinnurekstrinum fáum mánuðum áður. Þar bar hæst sameiningu Vinnslustöðvarinnar, Fiskiðjunnar, Fiskimjölsverksmiðj- unnar – FIVE. Lifrarsamlagsins og Gunnars Ólafssonar & Co undir merkjum Vinnslustöðvarinnar um áramótin 1991-1992.“ – Og þitt hlutverk hjá Íslands­ banka, hvert var það? „Mér var falið að kanna stöðu lána Íslandsbanka og meta hvort veð hans dygðu fyrir skuldum fyrir- tækjanna ef illa færi í rekstri þeirra. Mig minnir að á minni könnu hafi verið að á bilinu 25 til 30 sjávar- útvegsfyrirtæki. Ég byrjaði á að kanna veðstöðuna fyrir bankans hönd og komst að því að einungis örfá fyrirtæki áttu fyrir skuldum sínum. Held mér sé óhætt að upp- lýsa að eitt þeirra var Ós, útgerðar- fyrirtæki Sigurjóns Óskarssonar og fjölskyldu hans.“ – Hvað var til ráða? „Kvótakerfið kom til sögunnar 1984 og frjálst framsal aflaheim- ilda 1991. Árið 1992 var sjávarút- vegurinn í kaldakoli því þótt kvóta- kerfinu í þorski hafi verið komið á var ekki unnt að hagræða í útgerð fyrr en með frjálsa framsalinu. Þessar breytingar gerðu fyrirtækj- um fært að hagræða hjá sér til að þau gætu greitt skuldir sínar og styrkt undirstöður rekstursins. Það gagnaðist fyrirtækjunum sjálfum en ekki síður byggðarlögunum sem þau störfuðu í. Vandinn var sá að afkoma fyrirtækjanna var svo léleg að reksturinn stóð ekki undir vöxtum og afborgunum lána. Bátar og fiskvinnsluhús voru verðlítil eða verðlausar eignir. Þessu varð að breyta og þetta breyttist smám saman til batnaðar.“ – Einhverjum fyrirtækjum varð ekki bjargað þrátt fyrir þetta? „Nei, mér fannst erfitt að segja útibússtjóranum, Aðalsteini Sigurjónssyni – Steina stóra, að ég teldi þetta eða hitt fyrirtækið vera í vonlausri stöðu. Nokkur fyrirtæki urðu gjaldþrota næstu árin en Steini vildi að bankinn gerði sitt ýtrasta til að aflaheimildir þessara fyrirtækja færu ekki frá Eyjum. Hann ræddi við aðra útvegsmenn og bankinn lánaði þeim til að þeir gætu keypt kvóta þeirra sem hættu rekstri. Á því var líka skilningur innan bankans. Þetta var leiðarstef útibússtjórans og mótaði viðhorf mín í leiðinni. Steini var góður félagi og frábær samstarfsmaður.“ – Gat ekki í mörgum tilvikum líka ráðið úrslitum hve gjöful sjálf nátt­ úran var hverju sinni? Aflabrögð og markaðir hljóta að hafa getað ráðið úrslitum um hvort einhver fyrirtæki næðu að koma rekstrinum á réttan kjöl? „Nákvæmlega. Ég leyfi mér að segja að loðnuvertíðin 1993 hafi bjargað Vestmannaeyjum og þá sérstaklega Ísfélaginu og Vinnslu- stöðinni. Sú vertíð var gríðarlega gjöful og loðnuvertíðin sem á eftir fylgdi, 1994, var líka góð. Á vertíðinni 1993 viðraði sérlega vel til veiða, mikil loðna, stór og fín, var á miðunum og auðvelt að veiða hana og vinna. Markaðir voru hagstæðir og verð hátt. Þetta er sú loðnuvertíð sem er lík- ust vertíðinni 2023 og þar vísa ég til veðurfars og aflabragða. Mark- aðsástandið nú er hins vegar annað og verra en var þá. Vandalaust var að selja loðnu og loðnuhrogn á háu verði en nú er offramboð á loðnuhrognum með tilheyrandi markaðstregðu. Fyrirtækin eru hins vegar nógu stöndug til að þola slík áföll. Ég fullyrði að ef Ísfélagið og Vinnslustöðin hefðu ekki hreppt þá happdrættisvinninga sem loðnuvertíðirnar 1993 og 1994 voru svo sannarlega væri hvorugt fyrirtækjanna til nú, alla vega ekki Vinnslustöðin. Þetta veit ég og get staðið við. Loðnan var þannig á þessum árum bjargvættur fjölda fyrirtækja á Íslandi, þar á meðal þeirra um- svifamestu í Vestmannaeyjum.“ – Þú hafðir með hátt í þrjá tugi sjávarútvegsfyrirtækja að gera þegar þú fyrst komst til Vestmanna­ eyja og gerðist Binni í bankanum. Síðan þá hefur sjávarútvegsfyrir­ tækjunum fækkað stórlega en þau stækka. Er það til góðs? „Nei, ekki endilega. Kann að hljóma einkennilega að heyra frá mér að það sé ekki skilyrðislaust góð þróun hve sjávarútvegsfyr- irtækjum í Vestmannaeyjum hafi fækkað en mér leyfist að hugsa upp- hátt! Fyrirtækin sem eftir lifa eru hins vegar stór og öflug, burðarásar í atvinnulífi byggðarlagsins. Af sjálfu leiðir það af sér að samfé- lagsleg ábyrgð þeirra er margfalt meiri en hvers og eins fyrirtækis sem starfrækt var áður fyrr. Vestmannaeyingar eru afar duglegt fólk, kraftmikið og áræðið. Það sást í uppbyggingunni eftir gos og við byggjum áfram á þeim grunni sem þá var lagður. Dugnaðurinn er einkenni Eyja- manna og þeir eru landsþekktir fyrir að grípa tækifæri sem gefast til að skapa fyrirtækjum sínum og heimabyggðinni traustar undirstöð- ur og gangverk.“ TRAUST ATVINNULÍF REIS UPP ÚR ÖSKU ELDFJALLSINS Binni í bankanum lítur um öxl Ég leyfi mér að segja að loðnuvertíðin 1993 hafi bjargað Vestmannaeyjum. Mynd Addi í London.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.