Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 31
5. júlí 2023 | | 31
„Atvinnulífið tók fljótar og betur
við sér eftir gos en hefði mátt
ætla. Strax á árinu 1974 var
flest komið hér í gang og sumt á
fullan skrið. Ég var þá verkstjóri
í Fiskiðjunni og fryst voru um
þúsund tonn af loðnu sem var
met. Loðnuvinnslan var öllu
frumstæðari þá en nú þekkist.
Fjórir tugir kvenna stóðu við
færiband og tíndu karlfiskinn úr
aflanum. Verðmætið var fólgið
í hrognafullri kvenloðnunni,“
segir Þór Vilhjálmsson, sjómað-
ur til áratuga en á síðari árum
starfsmaður Vinnslustöðvarinnar
í ýmsum hlutverkum; móttöku-
stjóri, verkstjóri, starfsmannastjóri
og allsherjarreddari.
„Árið eftir gos markaði líka
tímamót að því leyti að þá hófst
fyrir alvöru vinnsla loðnuhrogna,
frumkvöðlaverkefni sem átti rætur
að rekja til tilraunastarfsemi í
kjallara Vinnslustöðvarinnar 1972.
Gosið setti strik í reikninginn en
þráðurinn var tekinn upp að nýju
strax eftir gos.
Menn gerðu sér grein fyrir því
að mikil verðmæti væru fólgin í
frystum loðnuhrognum, vandinn
var að ná utan um framleiðsluferl-
ið. Þar hafði forgöngu Magnús
Muggur Bjarnason frá Garðs-
horni, starfsmaður útgerðarfé-
lagsins Samfrosts, og við Torfi
Haraldsson vorum með honum í
þessu.
Tveir geymar voru settir upp
í Friðarhöfn og þriðji geymir-
inn hafður á vörubílspalli. Við
dældum blóðvatni úr lestum
bátanna og fluttum það í geymana
í Friðarhöfn þar sem hrognin voru
látin setjast. Hrognin voru síðan
flutt í kör í fiskvinnsluhúsum og
hreinsuð, sem var mikið vanda-
verk. Nothæfar skiljur til verksins
voru smíðaðar í vélsmiðjunni
Trausti í Reykjavík en vinnslan
gekk samt brösuglega framan af.
Menn náðu smám saman tökum
á ferlinu og til varð útflutnings-
vara sem skilað hefur miklu um
dagana til sjávarútvegsins og
íslensks þjóðarbús. Japanir voru
og eru enn langumsvifamestu
kaupendur frystra loðnuhrogna.“
Staðgreiðsla skatta ekki
bændum að skapi?
„Ég byrjaði í Vinnslustöðinni
1979. Fyrirtækið átti þá sjálft
enga báta heldur fékk fisk af
viðskiptabátum sínum til vinnslu.
Þetta var fyrir daga kvótakerfisins
og stærstur hluti aflans barst á
land í mars og apríl. Við reyndum
að fletja allan sólarhringinn og
fengum fólk utan úr bæ til liðs
við okkur. Ég man til dæmis að
starfsfólk af sjúkrahúsinu kom á
frívöktum til vinnu á nóttunni.
Fiskurinn var saltaður og síðan
geymdur til pökkunar. Á þessum
tíma var ekki farið að pakka fyrr
en að vertíð lokinni. Allt tiltækt
geymslurými var notað, meðal
annars voru saltfiskkör í gúanó-
þrónni.
Mest reyndi á mannskapinn í
maímánuði. Þá fóru bændur í
vertíðarvinnunni heim til að sinna
sauðburði og skólakrakkar voru
enn í vorprófum. Bændur hættu
svo nær alveg að koma til Eyja á
vertíð eftir að staðgreiðslukerfi
skatta var tekið upp 1988. Stað-
greiðslan virtist ekki vera þeim að
skapi!“
Verkstjórafundur um
afnám bjórbanns
Kapphlaupið við tímann var mál
málanna í fiskvinnslunni þegar
svo mikið barst á land að illmögu-
legt var að hafa undan. Þór segir
að Vinnslustöðin hafi tekið við
400 til 600 tonnum af óslægðum
fiski daglega í aflahrotum og því
hafi þurft að láta hendur standa
fram úr ermum áður en afli næsta
dags kæmi í hús.
„Mikið var hengt upp til
þurrkunar, þar á meðal ufsi fyrir
Nígeríumarkað. Ufsinn var á þess-
um árum unninn og seldur sem
svokallaður sjólax til Þýskalands.
Eftir hrygningu gekk það ekki,
þá var ufsinn þurrkaður en fyrst
afhreistraður með hrossaklórum.
Mikil breyting varð í starfsemi
og vinnulagi Vinnslustöðvarinnar
þegar farið var að flytja út ferskan
fisk í gámum. Ein útgerðin samdi
til að mynda um að gert væri að
fiski úr afla hennar í einn gám
sem hún seldi síðan úr landi en
Vinnslustöðin vann úr því sem
eftir var.
Í minningunni einkenndist ver-
tíðarlífið af stöðugu kapphlaupi
við að bjarga hráefni og dugði þá
oft ekki sólarhringurinn. Allt að
80 starfsmenn Vinnslustöðvarinn-
ar voru aðkomufólk sem bjó í ver-
búð hennar. Þar gat verið fjörugt
og ég man að stjórnendur höfðu
áhyggjur af því sem kynni að ger-
ast þegar bjórbanninu yrði aflétt 1.
mars 1989. Boðaður var sérstakur
verkstjórafundur til að búa menn
undir bjórdrykkju á vinnustaðnum
og hvernig bregðast ætti við því.
Þegar til kom breyttist nákvæm-
lega ekkert. Áhyggjurnar reyndust
ástæðulausar.
Fyrst áfengi er nefnt þá kemur
upp í hugann þegar ég sjálfur var
skólastrákur og gefið var frí til að
við gætum tekið þátt í að bjarga
verðmætum í aflahrotum. Ef okk-
ur var sagt að mæta eftir kvöld-
mat með nesti sem dygði í tvær
kaffipásur blasti við að unnið yrði
langt fram á nótt. Ef það gerðist
um helgar var ekki endilega kaffi í
brúsum karlanna. Það þótti ekkert
stórmál að þeir skelltu í sig slurk
af vodka og héldu svo áfram að
fletja fiskinn.“
Lengri útgáfa af viðtalinu við
Þór birtist fljótlega á eyjafrettir.is
TRAUST ATVINNULÍF REIS UPP ÚR ÖSKU ELDFJALLSINS
Kapphlaupið endalausa við að
bjarga verðmætum sjávarins
Þór við trilluna góðu, Dolla í Sjónarhól, sem nefnd er eftir tengdaföður hans. Mynd Addi í London.
ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON / atl i@sysl. is