Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Qupperneq 35

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Qupperneq 35
5. júlí 2023 | | 35 Herjólfsdal. Gísli áætlar að upp- græðslusvæðin hafi verið alls um 220 hektarar. Allt að 100 manns unnu að uppgræðslunni Byrjað var að fjarlægja vikurinn úr norðurhlíðum Helgafells veturinn 1976. Á vikursvæðun- um voru fjarlægðir rúmlega 200 þúsund rúmmetrar. Hluti hans var notaður til að hækka skarðið milli fellanna og mynda betra skjól fyrir bæinn í austanáttum. Við þetta voru notuð flest jarðvinnslu- og ámoksturstæki Áhaldahússins ásamt vörubílaflota Bifreiða- stöðvar Vestmannaeyja auk tækja smærri fyrirtækja. Unnið var á vöktum allan sólarhringinn hluta júní- og júlímánaða 1976. Þegar mestur kraftur var í verkinu unnu um 100 manns í uppgræðslunni. „Tveir vinnuhópar tóku norð- urhlið Helgafells á einum degi,“ segir Gísli. „Strákarnir báru poka með fræi og áburði upp í hlíðarnar. Stelpurnar dreifðu úr þessu og rökuðu blöndunni niður í jarðveginn. Við höfðum reiknað með að verkið tæki 16 tíma. Vinnuhóparnir unnu verkið frá kl. 8 að morgni til klukkan 19. Til þess að ná þessu slepptu þau m.a. matar- og kaffitímum en fengu greitt fyrir 16 tímana. Þetta skilaði feiknar góðum árangri. Við fengum geysilegan stuðning frá fiskimjölsverksmiðjunum sem gáfu okkur kynstur af fiskimjöli. Það var varanlegur lífrænn áburður. Einnig fengum við mikið af tilbúnum áburði og blönduð- um þessu saman. Það var valinn maður í hverju rúmi, allt frá unglingum upp í fullorðið fólk. Þeirra á meðal voru fyrrverandi bændur í Eyjum, vörubílstjórar og tækjamenn. Landgræðslan kom inn í verkið á síðari stigum bæði hvað varðaði ráðleggingar, útvegun fræja og áburðar og ekki síst áburðar- og frædreifingu úr flugvélum. Var þetta framlag Landgræðslunnar ómetanlegt.“ Verkið fór ekki fram úr kostnaðaráætlun Gísli hafði yfirumsjónina með verkinu og var með verkstjóra og flokksstjóra. „Við héldum fundi daglega þar sem var farið yfir hvað átti að gera næsta dag. Einnig skoðuðum við svæðin daginn áður en unnið var í þeim. Það var áætlað hvað hvert verk- efni tæki mikinn tíma. Ef vinnan gekk betur en áætlað var þá fékk fólkið frí á launum það sem eftir var af vinnutímanum. Þetta gekk allt upp og verkefnið fór ekki fram úr kostnaðaráætlun sem var upp á 113,5 milljónir króna. Það voru nálægt 12 milljónir ónotaðar af fjárveitingunni eftir sumarið sem færðust til næsta árs. Þessi ár- angur náðist fyrst og fremst með frábærri fjármálastjórn Arnars Sigurmundssonar sem þá var full- trúi Viðlagasjóðs í Eyjum.” Þar sem átti að hefta vikurinn strax var sáð höfrum. Sandfax var notað þar sem gras þurfti að vera þolið. Einnig var víða sáð vallar- sveifgrasi. Melgresi var plantað austast við brúnirnar á Haugun- um. Rót hverrar plöntu var sett í pappírspoka fylltum með sandi sem síðan var grafinn beint í vik- urinn. Sandurinn geymdi nægan raka svo plantan lifði og rótfestist. Þannig voru mynduð skjólbelti úr melgresi. „Maður skoðaði álagsblettina og valdi grastegundir út frá því. Það var eitt skilyrði: Sáningin varð að heppnast í fyrstu tilraun. Það þýddi ekki að hafa auða bletti, í þessu. Vinnuhóparnir vissu að ef svæði voru slælega unnin þá yrðu þeir ræstir út aftur til að endurtaka verkið á eigin kostnað. Það reyndi bara einu sinni á það,“ segir Gísli. Gríðarmikið vikurfok úr Eldfelli Árið eftir var uppgræðslunni haldið áfram og lagfært það sem hafði gengið úr lagi frá árinu áður. Gísli hafði samband við Jónas Elí- asson verkfræðiprófessor sem kom til Vestmannaeyja 1977 og 1978 og kannaði efnisflutning og vikurfok úr Eldfelli á árunum 1974-1977. „Að meðaltali var efnishreyfing í Eldfelli um 195 þúsund rúmmetrar á ári, samkvæmt mælingum Jónas- ar. Við skoðuðum kornastærðir og þá kom í ljós að fínasta efnið fauk yfir byggðina, um 15 þúsund rúmmetrar á ári,” segir Gísli. Tveir vindpunktar, þar sem vindur veldur mestu álagi, eru í Eldfelli. Annar er að norðaustan og hinn þar sem erfiðast er að binda gróður í hlíðum fellsins. Austurpunkturinn gekk inn um 8,3 metra á einu ári vegna vindálags og vikurflutnings. Eldfell er líka alltaf að lækka og ljóst að það mun enda sem ávöl hæð eða fell, nema fína efnið bindist og kleprar verði eftir líkt og í Helgafelli sem er klepragígur. „Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega. Fólk hætti að tala um að flytja í burtu vegna vikurfoksins. Nú er Helgafell betur gróið en það var fyrir gos. Það sést greinilega á myndum,” segir Gísli. Vinstra megin eru Haugarnir eins og þeir voru í apríl 1975 áður en uppgræðslan hófst. Myndin hægra megin var tekin í júní 1977 og áhrif uppgræðslunnar leyna sér ekki. Ljósmynd/GJÓ Vinstra megin sést hvernig golfvöllurinn leit út 1975. Aska og vikur úti um allt. Myndin hægra megin var tekin sumarið 1976 þegar uppgræðslan var farin að skila árangri. Ljósmynd/GJÓ SINDRI ÓLAFSSON / sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.