Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 36

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 36
36 | | 5. júlí 2023 Fundur forsætisráðherra Norðurlanda og Kanada í Vestmannaeyjum 25. og 26. júní er stærri viðburður en flestir Eyjamenn gera sér grein fyri. Hann var haldinn hér í tilefni þess að 50 ár eru frá Heimaeyjargosinu 1973 þar sem Norður- löndin komu af krafti að uppbyggingar- starfinu. Í allt komu um 70 manns til Eyja, ráðherrar, aðstoðarfólk, öryggisverðir og blaðamenn. Gestirnir voru ánægðir með móttökur, dáðust að náttúru Eyjanna og lofuðu meistarakokka Eyjanna. Allt gekk samkvæmt áætlun sem má m.a. þakka reynslu Vestmannaeyinga að halda stærri viðburði. Norræni ráðherrafundurinn var stór viðburður „Það var mjög áhugavert að fylgjast með svona fundi úr návígi og við erum þakklát Katrínu forsætisráðherra að velja Vestmannaeyjar sem fundarstað á þessum tímamót- um í okkar sögu. Koma Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada stækkar þetta enn meira,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sem var gestgjafi fundarins í Eyjum. Íris segir undirbúning hafa staðið lengi, en hann var á höndum forsætisráðuneytisins, og verið viðamikill en allt gekk upp. „Í þessu húsi, Ráðhúsinu okkar voru tvíhliða fundir og fundur um málefni Úkraínu og stöðuna þar á meðan á fundinum stóð. Aðalfundur ferðarinna fór svo fram í Eld- heimum og það má því segja að Vestmannaeyjar hafi verið einn af heitu stöðunum þar sem forsætisráðherrar allra Norður- landanna og Kanada funduðu um stöðu heimsmálanna.“ Forsætisráðuneytið bauð fyrsta daginn til kvöldverðar á Slippnum og í bátsferð í Kletts- helli sem heppnaðist vel. „Þau höfðu mikinn áhuga á lundan- um og heilluð af náttúrunni. Líka af matarmenningunni sem kom okkur ekki á óvart en voru auðvita líka áhugasöm um sögu eldgossins.“ Íris segir það hafa verið bæði fallegt og táknrænt að fundur- inn var haldinn í Vestmanna- eyjum, á þessum tímamótum. „Við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og hún aðstoðaði okkur ásamt fleiri vinaþjóð- um í gosinu 1973. Komum við saman við Flakkarann og þökkuðum þeim á táknrænan hátt fyrir hönd Vestmanna- eyinga hvernig þau komu að og studdu við okkur í gosinu og enduruppbyggingunni á eftir.“ Góð kynning Íris segir fundinn góða kynn- ingu fyrir Vestmannaeyjar og þar spili ekki bara blaðmenn stórt hlutverk, samfélagsmiðlar skipti ekki síður máli. „Þegar maður skoðar samfélagsmiðla forsætisráðherranna sér maður ótrúlega fallegar myndir af Vestmannaeyjum. Trudeau er með fjórar milljónir fylgjenda á Instagramm. Ég heyrði líka frá fólki í ferðaþjónustu að fundurinn hefur jákvæð áhrif þegar athyglin beinist að Vest- mannaeyjum,“ sagði Íris og nefndi m.a. hlýleg orð norska forsætisráðherrans..“ Íris segir að með þessu hefðu Eyjamenn sýnt að þeir eru fullfærir að halda stóra og mik- ilvæga fundi. „Þetta er stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Hér voru fulltrúar níu þjóða og kröfurnar miklar um að allt væri rétt gert. „Það var ótrúlega gaman að heyra hvað þau voru hrifin af Ráðhúsinu okkar og þeim endurbótum sem gerða hafa verið.“ Allir Eyjamenn sem komu að fundinum stóðu sig mjög vel, starfsfólk bæjarins og aðrir að mati Írisar. „Fólkið frá for- sætisráðuneytinu sagði einstakt að koma á stað þar sem öllu var reddað með einu símtali. Við sýndum að við erum fær í flestan sjó.“ „Þegar það var kynnt að fundurinn yrði í Vestmannaeyjum var því ágætlega tekið. Það sem ráðherr- um erlendis frá vex oft í augum er að fara út fyrir höfuðborgina en þau sættu sig við þetta og fannst þetta svolítið íslenskt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og gestgjafi norræna for- sætisráðherrafundarins í Eyjum. „En ástæða þess að við erum hér er það sem gerðist fyrir 50 árum og hvernig Norðurlöndin sýndu samfélaginu hér svo ríkulegan stuðning og ég held að þeim hafi fundist það góð hugmynd. Einhverjir kannski efuðust aðeins í Herjólfi í gær en allt hér hefur verið til svo mikillar fyrirmyndar. Vel tekið á móti okkur og þau eru öll sýnist mér að kveðja Eyjarnar afskaplega glöð.“ Þema fundarins, viðnám samfélaga og seigla á vel við Vestmannaeyjar að mati Katrínar. Saga eldgossins 1973 sé öll skráð og gott innlegg um viðbrögð við þeim hörmungum og ógnum sem nú steðja að. „Fólki finnst þessi saga heillandi og vissulega var þetta einstakur viðburður að því leytinu að hér gýs, allir íbúar yfirgefa eyjuna en um leið er tekin ákvörðun um að halda áfram. Gefast ekki upp og það er kannski sú ákvörðun sem er svo merkileg í ljósi sögunnar. Fólki finnst þessi saga sýna gríðarlegan viðnámsþrótt og samheldni þegar áfallið dynur yfir. Það var ekki bara íslenska þjóðin sem tók höndum saman, heldur Norðurlöndin öll og fleiri lönd.“ Katrín sagði margt í þessari sögu sem megi draga lærdóm af fyrir heiminn í dag. „Það er lærdómur sem getur nýst í því þegar við tökumst á við umhverfismálin og fleiri áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Reynsla Vestmanna- eyja talar beint inn í okkar tíma og er reynsla sem má miðla og læra af,“ sagði Katrín forsætisráðherra að endingu. Katrín forsætisráðherra: Allt til mikillar fyrirmyndar Reynsla Vestmannaeyja talar beint inn í okkar tíma Íris bæjarstjóri: Fallegt og táknrænt að funda í Eyjum < Forsætisráðherrar Norðurlanda við Flakkarann ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Páli Magnússyni forseta bæjarstjórnar. Samantekt – Sindri og Ómar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.