Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Qupperneq 42
42 | | 5. júlí 2023
Útför Árna Johnsen, fyrrverandi
alþingismanns, blaðamanns
og tónlistarmanns, var gerð
frá Landakirkju 23. júní sl. að
viðstöddu fjölmenni. Árni fæddist
í Vestmannaeyjum 1. mars 1944.
Foreldrar hans voru þau Ingibjörg
Á. Johnsen kaupkona og Poul
Kanélas frá Bandaríkjunum.
Fósturfaðir hans var Bjarnhéðinn
Elíasson, skipstjóri og útgerðar-
maður. Árni lést á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum 6. júní, 79 ára
gamall.
Árni ólst upp í Eyjum við út-
eyjalíf og æðaslátt í stórri verstöð.
Hann lagði stund á frjálsíþrótt-
ir og var sigursæll. Árni lauk
kennaraprófi 1966 og kenndi um
tíma eftir það. Hann bjó í Surtsey
þegar gosið stóð enn og sinnti
þar gæslu og rannsóknum nokkur
sumur.
Árni var blaðamaður á Morgun-
blaðinu 1967–1991 og fékkst um
leið við dagskrárgerð í útvarpi og
sjónvarpi. Hann fjallaði um sjó-
slys og náttúruhamfarir á nærgæt-
inn hátt og hafði næmt auga fyrir
fjölbreytni mannlífsins hvar sem
hann kom. Árni skrifaði einnig
nokkrar viðtalsbækur og ævisögur
auk skopsagna af þingmönnum
sem Sigmund myndskreytti.
Eftir Árna liggur hátt á þriðja
hundrað hljóðritana þar sem hann
er ýmist flytjandi, höfundur lags
eða texta og stundum allt í senn.
Hann mætti víða á mannamót með
gítarinn og skemmti eða stjórnaði
fjöldasöng, sannur gleðigjafi. Árni
var lengi kynnir á Þjóðhátíð Vest-
mannaeyja og upphafsmaður að
brekkusöngnum þar sem þúsundir
þjóðhátíðargesta tóku undir svo
bergmálaði í Herjólfsdal.
Árni beitti sér í málefnum Vest-
mannaeyja eftir eldgosið 1973 og
haslaði sér völl í landsmálunum.
Hann sat á Alþingi 1983–1987,
1991–2001 og 2007–2013 fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og var þess
utan nokkrum sinnum varaþing-
maður.
Litríkur Eyjamaður kvaddur
Árni úti í Surtsey í ágúst 1979. Ljósmynd Sigurgeir.
Árni var upphafsmaður Brekkusöngsins. Ljósmynd úr safni Eyjafrétta.
Árni Johnsen og Halldóra Filippusdóttir. Ljósmynd Sigurgeir.
Árni stekkur á milli jaka í Thule nyrst í Grænlandi. Ljósmynd RAX.
Árni í fréttaleiðangri á Krakatá í Indónesíu. Ljósmynd RAX.
Blaðamennirnir Árni Gunnarsson og
Árni Johnsen 1973. Ljósmynd Sigurgeir.
Þingmaðurinn Árni ásamt Þorsteinni
Pálssyni formaður Sjálfstæðisflokksins.