Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Page 45

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Page 45
5. júlí 2023 | | 45 HALLDÓRA KRISTÍN ÁGÚSTSDÓTTIR 861 1105 - viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali dora@husfasteign.is - Lág söluprósenta - Allar eignir sýndar af fasteignasala - Fagljósmyndun - er með kaupendur af raðhúsi eða eign á jarðhæð - Legg mikið upp úr persónulegri og vandaðri þjónustu, þar sem kaupendur og seljendur eru vel upplýstir um stöðu mála, góð eftirfylgni, hröð en vönduð vinnubrögð Ert þú að hugsa um að selja eignina þína? VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ S T R A N D V E G I 4 3 A Þegar við hjónin settumst að í Eyjum og tókum við prestsþjón- ustu voru átján ár liðin frá gosi. Nú eru þau orðin fimmtíu. Þegar maður er ungur er hugurinn eins og svampur. Maður drekkur allt í sig. Með árunum breytist margt og tíminn líður hraðar. Árin í Eyjum standa okkur alltaf ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þótt liðin séu tutt- ugu og fimm ár frá því við fórum og þangað sækjum við mikilvægar minningar og reynslu. Nú er heimurinn að breytast hratt og segja má að verkefnin komi fljúgandi í andlitið á mannkyni. Það er ólga í lofti hvort heldur litið er til mannlegra samskipta eða vistkerfis, sem veldur því m.a. að aldrei hafa fleiri verið á vergangi í veröldinni. Í þessum aðstæðum má segja að Vestmannaeyjar séu mikilvægt þekkingarsamfélag. Sagan um flóttann býr í langtímaminni sam- félagsins og blandast þar saman við minninguna um Tyrkjaránið. Fallbyssan á Skansinum þar sem hraunið einmitt stöðvaðist fléttar saman og minnir á hvort tveggja. Þegar við bjuggum í Eyjum geysaði stríðið á Balkanskaganum. Hingað komu ung flóttahjón með afkvæmi sín og settust að. Stöðu okkar vegna fengum við nokkra innsýn í viðhorfið sem mætti þessu hrjáða fólki. Sem dæmi má nefna að einn góður maður bauð þeim að koma vikulega í kirkjuna til þess að hringja heim í ættingja á sinn kostnað til að vita um afdrif ættingja og vina. Á þessum árum kostuðu millilandasímtöl hönd og fót. Þau vissu aldrei hver vel- gjörðamaður þeirra var. Og þegar ljóst var að þetta unga hæfileika- fólk var hingað komið til þess að bjarga sér fengu þau tækifæri til að láta hendur standa fram úr ermum og koma undir sig fótunum. Eyjamenn vita hvað það er að hafa orðið að yfirgefa allt og byrja upp á nýtt. Firringin frá veruleik- anum nær seint fótfestu hér því auk þess að vera rótgróinn í sam- vitundina er veruleiki lífsins uppi í andlitinu á fólki, ef svo má segja. Samfélag Eyjanna fer í gegnum öldudali þegar illa árar og kann að fagna árangri þegar vel gengur. Hér leggja menn ágreining til hlið- ar og standa saman í gegnum áföll því það tíðkast að bera virðingu fyrir lífsbaráttu fólks. Við hjónin minnumst þess m.a. hve hraustlega gat hvesst á sóknarnefndarfundum í Landakirkju. Að fundi loknum voru öll hins vegar vinir og slógu á létta strengi. Öll höfðu sagt það sem þau meintu og meint það sem þau sögðu. Í stað ósættis ríkti skynsamlegur ágreiningur og samstaða. Það var hressandi og lærdómsríkt. Ef við horfum á Vestmannaeyjar með mannlífi sínu og náttúru sem smækkaða mynd af veröldinni blasir við að hér er þekking til staðar sem heimurinn þarf á að halda. Það sem hrjáir lífið á þess- um hnetti er vangeta til að greina og virða samhengi. Þess vegna fara átök víða úr böndum, vistkerfið losnar á límingum sínum og fólk missir skjól. Heimurinn þjáist af útbreiddri og langvarandi vanvirðu. Getan til að ná samstöðu í ágreiningi, viðurkenningin á smæð manna frammi fyrir náttúruöflun- um og virðingin fyrir lífsbaráttu venjulegs fólks eru allt þættir sem samfélag Eyjanna hefur eignast og þróað með sér í gegnum sameigin- lega reynslu. Það er eitthvað. Við hjónin hugsum hlýtt heim til Eyja á þessum tímamótum. Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson: Þekkingarsamfélagið Vestmannaeyjar Jóna Hrönn og Bjarni voru prestar í Vestmannaeyjum árin 1991 til 1998.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.