Úrval - 01.07.1965, Side 32

Úrval - 01.07.1965, Side 32
30 ÚRVAL angri. Því eitri, sem bundizt hefur taugakerfinu, er ekki hægt að eyða og þær skemmdir, sem það hefur orsakað, er ekki hægt að bæta. Talið er að um 65% af þeim, sem sýkjast af þessari eitrun, deyi. Meginatriði, til að forðast bótúlínuseitrun, er að fást ekki við niðursuðu á græn- meti i heimahúsum, eða annars staðar, þar sem ekki er aðstaða til þess að ganga tryggilega frá því, að bótúlínusgró séu eyðilögð í hinni niðursoðnu fæðu. Svo vel vill þó til, að þar sem bótúlínusbakter- ían hefur vaxið og myndað eitur, þá breytist bragð og lykt matarins oftast og fram kemur rotnunarlykt og ýidubragð. Venjulega bólgna dósirnar nokkuð. Það skal tekið l'ram, að oftast bólgna dósir vegna loftmyndunar af öðrum ástæðum og stundum geta matvæli í dósum, sem hafa bólgnað, verið óskaðleg, en þó ætti það að vera algild regla, að neyta aldrei matar úr niður- suðudósum, sem hafa bólgnað, og henda allri niðursuðuvöru, sem er grunsamleg á þennan hátt. Matareitranir af völdum sýkla, sem réttara er að nefna matarsýkingar. Algengustu matareitranir eða matarsýkingar í þessum flokki stafa af sýklum, sem nefnast sal- monella. í þeim flokki eru um 650 mismunandi tegundir. Skað- legasta bakterían í þessum hópi er salmonella typhi, taugaveikis- bakterían, og salmonella paratyphi eða taugaveikisbróðir, sem bæði getur valdið sjúkdómi, er likist taugaveiki eða í vægari tilfellum matareitrun, svipað og aðrar salm- onella tegundir. Þessar bakteríur eru ekki eingöngu hundnar við manninn, heldur lifa þær í þörm- um ýmissa dýra og geta einnig vald- ið sjúkdómum lijá þeim. í mót- setningu við hinar raunverulegu matareitranir, þurfa lifandi bakter- iur að vera i fæðunni þegar hennar er neytt, til að þessi sýking komi fram. Mikið magn þarf af flestum tegundum salmonella til þess að valda matareitrun. Af taugaveikis- bakteriunni og reyndar einnig taugaveikisbróður, þarf að vísu ekki nema mjög litið magn, til að valda sýkingu. Venjulega er það svo, að fáeinar bakteriur komast í mat- inn, þær fá þar tækifæri til þess að vaxa, og þá er hætta á að sá matur valdi sýkingu eða matareitr- un, eins og það er kallað. Venju- lega koma sjúkdómseinkennin fram 7—72 klst. eftir að matarins hefur verið neytt og lýsa sér með ógleði, uppköstum, verkjum í kviði og nið- urgangi. Samfara þessu er nokkur hitahækkun. Þá getur einnig ver- ið allmikill höfuðverkur og kulda- hrollur, þegar hitahækkun er snögg. Sjúkdómur þessi tekur mjög mis- munandi langan tíma, stundum að- eins nokkrar klukkustundir, likt og matareitrun klasasýkla, en einn- ig getur sjúkdómurinn dregizt á langinn og staðið i nokkrar vikur. Sá matur, sem oftast orsakar sal- monella matareitranir er ógeril- sneydd mjólk eða mjólkurmatur úr ógerilsneyddri mjólk og kjötréttir. í slíkum tilfellum eru dýr þau, er þessar afurðir koma frá, sýkt, en einnig geta matvæli sýkzt frá mönnum, heilbrigðum smitber-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.