Úrval - 01.04.1969, Síða 12
10
ÚRVAL
frá einum kvenmanninum til ann-
ars til að sanna manndóm sinn!
Hvert okkar hefur auðvitað sitt
vanþroskamerki, stórt eða smátt.
Mannvera, sem kallazt getur full-
þroska, er hreinlega ekki til. And-
legur þroski á það sammerkt með
líkamlega vextinum að koma hægt
og sígandi.
Þroski er það að hafa vald á reiði
sinni og greiða úr árekstrum og
misklíð án þess að vandræði hljót-
ist af. Þroski er þolinmæði, skiln-
ingur á því, að stundum verður
maður að hafna stundaránægju
fyrir eitthvað mikilsverðara, sem
tíminn framundan ber í skauti sínu.
Þroski lýsir sér í þolgæði, viljan-
um til að ná settu marki, þrátt fyr-
ir hindranir og mótlæti. Þroski er
óeigingirni, löngunin til að gleðja
aðra. Þroski kemur fram í hæfi-
leikanum til að þola vonbrigði og
andspyrnu án þess að verða beisk-
ur út í lífið og tilveruna.
Þroski er auðmýkt. Þroskuð
manneskja á auðvelt með að segja:
„Mér skjátláðist“, og ennfremur’:
„Mér þykir þetta leitt“. Og þegar
hann hefur rétt fyrir sér, kallar
hann ekki upp sigri hrósandi:
„Hvað sagði ég ekki!“
Þroski er líka traustleiki, sann-
girni og heiðarleiki. Sá vanþrosk-
aði hefur ævinlega á reiðum hönd-
um hverskyns afsakanir. Það eru
mennirnir, sem gjarnir eru á að
vera óstundvísir og gleyma því,
sem fastmælum hefur verið bund-
ið. Líf þeirra er hrærigrautur af
sviknum loforðum, hálfunnum
verkum og vinum, sem eitt sinn
voru.
Og síðast en ekki sízt: Þroski er
hæfileikinn til að taka möglunar-
laust við því, sem ekki verður um-
breytt.
Áttu nokkuð erfitt með að sjá
ímynd einhverra kunningja þinna
í eftirfarandi bréfum:
Kæra Ann Landers!
Hvers vegna hefur enginn ennþá
kallað réttu nafni það athæfi eigin-
manns að aka bifreið sinni eins og
taugasjúklingur í kappakstri? Rétta
nafnið á þessu er: aðferð eigin-
manna á tuttugustu öldinni til að
misbjóða konum sínum. Hjón fara
út að aka. En í stað þess að gera
úr túrnum skemmtiferð, notar
bóndinn tækifæri til að veita útrás
niðurbældri gremju.
Ef til vill er honum í nöp við
tengdamömmu sína ellegar yfir-
mann eða hann sé óánægður með
starf sitt. Svo er líka ekki ólíklegt,
að hann sé óánægður með sjálfan
sig af því hann komi sér ekki nógu
vel áfram að eigin áliti. En hver sem
ástæðan kann að vera, þá kemur
hún fyrst og fremst niður á kon-
unni. Eg legg til, að hjón sem fara
í taugarnar hvort á öðru til lang-
frama, sökum glannalegs aksturs
eiginmannsins, ættu að kryfja mál-
ið til mergjar innan veggja heim-
ilisins.
(Ein, sem sloppið hefur
fram til þessa).
SVAR: Sérfræðingar í umferðar-
öryggismálum fullyrða, að mikil-
væg orsök margra alvarlegra bíl-
slysa sé einmitt ergelsi í einhverri