Úrval - 01.04.1969, Page 14
12
Kæra brúður!
Brúðguminn hefur notað vöntun-
ina á sjónvarpstækinu sem tylli-
ástæðu til að losna við að koma
fram sem eiginmaður. Ef hann neit-
ar að leita þeirrar hjálpar, sem
hann þarfnast, verður þú að ráðg-
ast við lögfræðing um skilnað.
Og svo er það Mary. Hún segir:
Kæra Ann Landers! Ég vinn
sem sjúkraliði á sjúkrahúsi, og þar
kynntist ég mjög hrífandi, ungum
manni, sem slasaðist alvarlega á
bifhjólinu sínu. Hann langar til að
giftast mér. Sama daginn og hann
losnaði af sjúkrahúsinu brá hann
sér á bifhjólið og lenti aftur í slysi.
I þetta sinn munaði minnstu, að
hann missti annan fótinn. En það
fyrsta, sem hann spurði um, þegar
hann vaknaði eftir svæfinguna, var
hvort bifhjólið hans hefði skemmzt
mikið. Þegar ég ek með hann í
hjólastólnum, talar hann varla um
annað en að fá nýtt bifhjól, þegar
hann verður frískur aftur. En mig
langar ekki til að verða orðin ekkja
tuttugu og eins árs gömul. Finnst
þér, að ég geti sagt við hann, að
ég vilji ekki giftast honum, nema
hann hætti að aka á bifhjóli?
Mary.
Kæra Mary, þú bæði getur sagt
þetta við hann — og skalt gera það!
Ég sting upp á, að þú leitir þér
upplýsinga um, hvort hann hafi
ekki lent í einhverjum slysum öðr-
um en þeim, sem þú nefndir. Mér
kæmi ekki á óvart, þótt þau væru
fleiri. Og spurðu svo einhverja
manneskju, sem skilur þessa hluti,
ÚRVAL
hvað það gildir fyrir þig, ef þú
binzt honum fyrir alvöru.
Kæra Ann Landers!
Hvernig á ég að snúa mér gagn-
vart kunningja mínum, sem á mat
að aðaláhugamáli? Páll er 24 ára
gamall, en er þegar orðinn 15 kíló-
um of þungur. Hann heldur aldrei
í hönd mér, þegar við erum saman
í bíó, því hann er þá alltaf að borða
lakkrískonfekt. Þegar við um dag-
inn sátum heima og horfðum á sjón-
varp, bruddi hann brjóstsykur og
karamellur, svo mér gramdist stór-
lega. Og þegar ég fylgdi honum til
dyra, sagði hann: „Ég vildi gjarnan
kveðja þig með kossi, en karamell-
urnar eru fastar í tönnunum."
Tína.
Kæra Tína, tuttugu og fjögurra
ára gamall karlmaður, sem getur
ekki kvatt stúlkuna sína með kossi
vegna sælgætis í tönnunum, ætti
sem fyrst að snúa sér til sálfræð-
ings!
Samkvæmt ströngustu skilgrein-
ingu þýðir orðið „þroski“ það að
vera „fullþroska bæði líkamlega
sem andlega11. É’g hef engri mann-
eskju kynnzt, sem þessi orð gætu
átt við. En sé ég spurð, hvernig beri
að snúa sér gegn óþroskuðum vini,
karli eða konu, þá held ég að þetta
ráð komi sér oft vel: Biddu hann
eða hana að haga sér eins og full-
orðin manneskja!
☆