Úrval - 01.04.1969, Síða 14

Úrval - 01.04.1969, Síða 14
12 Kæra brúður! Brúðguminn hefur notað vöntun- ina á sjónvarpstækinu sem tylli- ástæðu til að losna við að koma fram sem eiginmaður. Ef hann neit- ar að leita þeirrar hjálpar, sem hann þarfnast, verður þú að ráðg- ast við lögfræðing um skilnað. Og svo er það Mary. Hún segir: Kæra Ann Landers! Ég vinn sem sjúkraliði á sjúkrahúsi, og þar kynntist ég mjög hrífandi, ungum manni, sem slasaðist alvarlega á bifhjólinu sínu. Hann langar til að giftast mér. Sama daginn og hann losnaði af sjúkrahúsinu brá hann sér á bifhjólið og lenti aftur í slysi. I þetta sinn munaði minnstu, að hann missti annan fótinn. En það fyrsta, sem hann spurði um, þegar hann vaknaði eftir svæfinguna, var hvort bifhjólið hans hefði skemmzt mikið. Þegar ég ek með hann í hjólastólnum, talar hann varla um annað en að fá nýtt bifhjól, þegar hann verður frískur aftur. En mig langar ekki til að verða orðin ekkja tuttugu og eins árs gömul. Finnst þér, að ég geti sagt við hann, að ég vilji ekki giftast honum, nema hann hætti að aka á bifhjóli? Mary. Kæra Mary, þú bæði getur sagt þetta við hann — og skalt gera það! Ég sting upp á, að þú leitir þér upplýsinga um, hvort hann hafi ekki lent í einhverjum slysum öðr- um en þeim, sem þú nefndir. Mér kæmi ekki á óvart, þótt þau væru fleiri. Og spurðu svo einhverja manneskju, sem skilur þessa hluti, ÚRVAL hvað það gildir fyrir þig, ef þú binzt honum fyrir alvöru. Kæra Ann Landers! Hvernig á ég að snúa mér gagn- vart kunningja mínum, sem á mat að aðaláhugamáli? Páll er 24 ára gamall, en er þegar orðinn 15 kíló- um of þungur. Hann heldur aldrei í hönd mér, þegar við erum saman í bíó, því hann er þá alltaf að borða lakkrískonfekt. Þegar við um dag- inn sátum heima og horfðum á sjón- varp, bruddi hann brjóstsykur og karamellur, svo mér gramdist stór- lega. Og þegar ég fylgdi honum til dyra, sagði hann: „Ég vildi gjarnan kveðja þig með kossi, en karamell- urnar eru fastar í tönnunum." Tína. Kæra Tína, tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður, sem getur ekki kvatt stúlkuna sína með kossi vegna sælgætis í tönnunum, ætti sem fyrst að snúa sér til sálfræð- ings! Samkvæmt ströngustu skilgrein- ingu þýðir orðið „þroski“ það að vera „fullþroska bæði líkamlega sem andlega11. É’g hef engri mann- eskju kynnzt, sem þessi orð gætu átt við. En sé ég spurð, hvernig beri að snúa sér gegn óþroskuðum vini, karli eða konu, þá held ég að þetta ráð komi sér oft vel: Biddu hann eða hana að haga sér eins og full- orðin manneskja! ☆
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.