Úrval - 01.04.1969, Side 24
22
ÚRVAL
Prölss bendir á, að eins og á
stendur er aðeins unnt að nota
kjarnorkuna til að knýja gufu-
hverfa og þá í sérstaklega þar til
gerðum skipum. í næstu framtíð
telur Prölss kjarnorkuskipin ekki
verða samkeppnishæf við diesel-
skipin hvað vöruflutninga snertir.
„Brunacellan" sem breytir svo að
segja beint olíu í rafmagn mun
vafalaust valda byltingu; en enn er
þó langt í land að unnt sé að nota
„Brunacelluna" sem aflgjafa fyrir
skip.
Olían inniheldur mikla orku í
hverjum rúmmetra og er auðveld í
meðförum. En mótorskipið krefst
mikils tæknibúnaðar og mannafla,
það er háan stofnkostnað og rekstr-
arkostnað.
Seglskip, eins og Prölss hugsar
sér þau, er hægt að smíða 10% ó-
dýrari en mótorskipin. Á seglskipi
verða miklu færri menn, sem þýðir
ódýrari rekstur, og hvað hæfni
snertir til að láta að stjórn og ná
hraða standast þau fullkominn jöfn-
uð við mótorskipin.
Tryggingagjöld vegna seglskipa
ættu líka að vera lægri, því að sam-
kvæmt skýrslum frá Lloyds fyrir
árið 1965 var meira en fjórði hluti
alls skipstapans orsök bruna, sem
aftur átti rætur sínar að rekja til
sprengingar í vélarúmunum.
Prölss gerir ráð fyrir að hafa
hljálparvélar uppi á þilfarinu, einn-
ig verða allar vistarverur áhafnar
og farþega staðsettar á þilfarinu.
Þannig nýtist allur skipsskrokkur-
inn sem lestarrými.
Elzta orka, sem notuð var til að
knýja skip áfram, var vindurinn.
Hann knúði skipin áfram umhverfis
hnöttinn með hina miklu sægarpa
og landkönnuði innan borðs.
Vindurinn er mjög keipótt nátt-
úrufyrirbæri, en nú þekkja menn
mjög vel háttu hans og árstíðablást-
ur. Á mörgum sjóleiðum er vindinn
að finna í nokkuð jöfnu ástandi, og
svo skulum við ekki gleyma því, að
orka vindsins er ókeypis.
En hvers vegna var snúið frá
vindorkunni og aðrar orkulindir
nytjaðar? Hvers vegna voru síðustu
stóru seglskipin ekki samkeppnis-
hæf?
Fimm mastra seglskipið „Preuss-
en“, 5081 tonn að stærð, fórst eftir
árekstur við annað skip. „Preussen"
var eitt stærsta og hraðskreiðasta
seglskip sinnar tíðar. Það var mjög
margbrotið. Á því voru 50 menn,
sem unnu við hinar mörgu rár og
talíur. Með okkar vinnubrögðum í
dag þyrfti sjálfsagt 70 menn til
sama starfa. En 70 menn geta held-
ur ekki halað í 300 talíuenda í einu
og alls ekki stöðugt. Þetta takmark-
aði mjög sjóhæfni og stjórn skips-
ins. Þá voru lestarnar of litlar og
vegna mikils seglbúnaðar var ó-
mögulegt að koma fyrir krönum til
lestunar eða affermingar.
„Spirit of the Age“ hét mjög
hraðskreitt seglskip. Segl þess voru
afar fullkomin og myndu samsvara
nútíma fyllstu þekkingu manna á
loftviðnámi. Seglin voru trapezlaga
eða þríhyrnd, hvelfd samsíða lengd-
arásnum og þessi lögun þeirra veitti
skipinu hina miklu ferð. En vegna
þess, að ekki var hægt að hagræða
seglunum með öðru en handafli, þá
varð að skipta seglabúnaðinum nið-