Úrval - 01.04.1969, Side 24

Úrval - 01.04.1969, Side 24
22 ÚRVAL Prölss bendir á, að eins og á stendur er aðeins unnt að nota kjarnorkuna til að knýja gufu- hverfa og þá í sérstaklega þar til gerðum skipum. í næstu framtíð telur Prölss kjarnorkuskipin ekki verða samkeppnishæf við diesel- skipin hvað vöruflutninga snertir. „Brunacellan" sem breytir svo að segja beint olíu í rafmagn mun vafalaust valda byltingu; en enn er þó langt í land að unnt sé að nota „Brunacelluna" sem aflgjafa fyrir skip. Olían inniheldur mikla orku í hverjum rúmmetra og er auðveld í meðförum. En mótorskipið krefst mikils tæknibúnaðar og mannafla, það er háan stofnkostnað og rekstr- arkostnað. Seglskip, eins og Prölss hugsar sér þau, er hægt að smíða 10% ó- dýrari en mótorskipin. Á seglskipi verða miklu færri menn, sem þýðir ódýrari rekstur, og hvað hæfni snertir til að láta að stjórn og ná hraða standast þau fullkominn jöfn- uð við mótorskipin. Tryggingagjöld vegna seglskipa ættu líka að vera lægri, því að sam- kvæmt skýrslum frá Lloyds fyrir árið 1965 var meira en fjórði hluti alls skipstapans orsök bruna, sem aftur átti rætur sínar að rekja til sprengingar í vélarúmunum. Prölss gerir ráð fyrir að hafa hljálparvélar uppi á þilfarinu, einn- ig verða allar vistarverur áhafnar og farþega staðsettar á þilfarinu. Þannig nýtist allur skipsskrokkur- inn sem lestarrými. Elzta orka, sem notuð var til að knýja skip áfram, var vindurinn. Hann knúði skipin áfram umhverfis hnöttinn með hina miklu sægarpa og landkönnuði innan borðs. Vindurinn er mjög keipótt nátt- úrufyrirbæri, en nú þekkja menn mjög vel háttu hans og árstíðablást- ur. Á mörgum sjóleiðum er vindinn að finna í nokkuð jöfnu ástandi, og svo skulum við ekki gleyma því, að orka vindsins er ókeypis. En hvers vegna var snúið frá vindorkunni og aðrar orkulindir nytjaðar? Hvers vegna voru síðustu stóru seglskipin ekki samkeppnis- hæf? Fimm mastra seglskipið „Preuss- en“, 5081 tonn að stærð, fórst eftir árekstur við annað skip. „Preussen" var eitt stærsta og hraðskreiðasta seglskip sinnar tíðar. Það var mjög margbrotið. Á því voru 50 menn, sem unnu við hinar mörgu rár og talíur. Með okkar vinnubrögðum í dag þyrfti sjálfsagt 70 menn til sama starfa. En 70 menn geta held- ur ekki halað í 300 talíuenda í einu og alls ekki stöðugt. Þetta takmark- aði mjög sjóhæfni og stjórn skips- ins. Þá voru lestarnar of litlar og vegna mikils seglbúnaðar var ó- mögulegt að koma fyrir krönum til lestunar eða affermingar. „Spirit of the Age“ hét mjög hraðskreitt seglskip. Segl þess voru afar fullkomin og myndu samsvara nútíma fyllstu þekkingu manna á loftviðnámi. Seglin voru trapezlaga eða þríhyrnd, hvelfd samsíða lengd- arásnum og þessi lögun þeirra veitti skipinu hina miklu ferð. En vegna þess, að ekki var hægt að hagræða seglunum með öðru en handafli, þá varð að skipta seglabúnaðinum nið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.