Úrval - 01.04.1969, Side 52

Úrval - 01.04.1969, Side 52
50 ÚRVAL segir: „Síðari hluta miðalda, og einkum á þrettándu öld og fram á þá fimmtándu, naut skáktafl að líkindum meiri vinsælda í Vestur- Evrópu en nokkru sinni síðar.“ — Alls staðar var teflt, í gettóum Gyð- inga, munkaklaustrum, köstulum aðalsmanna og stórhýsum auðborg- ara. í hetjukvæðum miðalda er oft vikið að taflinu — að skákum sem Alexander mikli, Karlamagnús, Príam í Tróju og Arthúr konung- ur eiga að hafa teflt. En aðrar hendingar upplýsa að íþróttin var snar þáttur í samkvæmislífi sam- tímans og þótti ekki hvað sízt gef- ast vel þegar elskendur voru að draga sig saman. Lancelot heim- sótti Guinevere drottningu til að tefla skák og Trístan kom til ís- oldar sinnar undir sama yfirskyni. Auðvitað gilti þá sú regla að hinn kurteisi riddari varð að tapa fyrir sinni dáðu, og henni var aftur á móti kennt að kunnátta í skák gerði hana betri kvenkost. En sú þýðing, sem skákin hafði fyrir ástina, var þó ekki eina or- sökin til vinsælda íþróttarinnar. Hér kom líka til að aðallinn hafði færra við að vera en áður, þar eð ríkisstjórnir gerðust æ sterkari og heftu athafnafrelsi hans. Og skák- in var næstum eina íþróttin, sem menn þekktu þá til að stunda inni við. Svo vinsæl varð íþróttin, að þótt klerkdómurinn fordæmdi hana fyrst í stað, þá fór svo um síðir að prestar tóku að leita þangað fanga í prédikanir. Frægust slíkra pré- dikana var ein eftir bróður af reglu Dóminíkana, de Cessolis að nafni, sem skráð var á síðari hluta þrett- ándu aldar. De Cessolis lætur tafl- mennina tákna hinar ýmsu stéttir þjóðfélagsins. Þannig tákna biskup- ar og hrókar aðalinn, þeir fyrr- nefndu dómara og ráðgjafa, sem konungur verður að hafa nærri sér, þeir síðarnefndu jarla sem settir eru yfir fjarlægari héruð. Líka læt- ur de Cessolis hvert peðanna merkja ákveðna starfsstétt, klæð- skera, smiði, kaupmenn, borgar- verði, lækna o. s. frv. Skákin auðg- aði einnig táknmál skáldanna um ástina, til dæmis eru taflleikir látn- ir tákna hin ýmsu brögð elskenda í frönsku fjórtándu aldar ljóði. Að sjálfsögð voru skákmeistarar uppi á miðöldum, og þóttu Lang- barðar einna snjallastir. En kunn- átta alls þorra manna í íþróttinni er talin hafa verið ósköp bágborin. Undir lok miðalda, einkum síðasta fjórðung fimmtándu aldar, þróað- ist skákin ört og nálgaðist sína nú- verandi mynd. Drottning og bisk- up urðu þá aðnjótandi þess athafna- frelsis sem þau enn hafa — drottn- ingin gat nú farið í hverja átt sem henni sýndist, svo fremi enginn væri fyrir henni, og biskupinn fékk að færa sig til allra átta á ská, einn- ig ef enginn taflmaður var fyrir honum. Þessi nýmæli breyttu íþróttinni og miðaldaafbrigðið féll í gleymsku. Þó eiga fróðleiksmenn um skák enn til að bregða því fyrir sig að gamni. ★
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.