Úrval - 01.04.1969, Qupperneq 52
50
ÚRVAL
segir: „Síðari hluta miðalda, og
einkum á þrettándu öld og fram á
þá fimmtándu, naut skáktafl að
líkindum meiri vinsælda í Vestur-
Evrópu en nokkru sinni síðar.“ —
Alls staðar var teflt, í gettóum Gyð-
inga, munkaklaustrum, köstulum
aðalsmanna og stórhýsum auðborg-
ara. í hetjukvæðum miðalda er oft
vikið að taflinu — að skákum sem
Alexander mikli, Karlamagnús,
Príam í Tróju og Arthúr konung-
ur eiga að hafa teflt. En aðrar
hendingar upplýsa að íþróttin var
snar þáttur í samkvæmislífi sam-
tímans og þótti ekki hvað sízt gef-
ast vel þegar elskendur voru að
draga sig saman. Lancelot heim-
sótti Guinevere drottningu til að
tefla skák og Trístan kom til ís-
oldar sinnar undir sama yfirskyni.
Auðvitað gilti þá sú regla að hinn
kurteisi riddari varð að tapa fyrir
sinni dáðu, og henni var aftur á
móti kennt að kunnátta í skák
gerði hana betri kvenkost.
En sú þýðing, sem skákin hafði
fyrir ástina, var þó ekki eina or-
sökin til vinsælda íþróttarinnar.
Hér kom líka til að aðallinn hafði
færra við að vera en áður, þar eð
ríkisstjórnir gerðust æ sterkari og
heftu athafnafrelsi hans. Og skák-
in var næstum eina íþróttin, sem
menn þekktu þá til að stunda inni
við. Svo vinsæl varð íþróttin, að
þótt klerkdómurinn fordæmdi hana
fyrst í stað, þá fór svo um síðir að
prestar tóku að leita þangað fanga
í prédikanir. Frægust slíkra pré-
dikana var ein eftir bróður af reglu
Dóminíkana, de Cessolis að nafni,
sem skráð var á síðari hluta þrett-
ándu aldar. De Cessolis lætur tafl-
mennina tákna hinar ýmsu stéttir
þjóðfélagsins. Þannig tákna biskup-
ar og hrókar aðalinn, þeir fyrr-
nefndu dómara og ráðgjafa, sem
konungur verður að hafa nærri sér,
þeir síðarnefndu jarla sem settir
eru yfir fjarlægari héruð. Líka læt-
ur de Cessolis hvert peðanna
merkja ákveðna starfsstétt, klæð-
skera, smiði, kaupmenn, borgar-
verði, lækna o. s. frv. Skákin auðg-
aði einnig táknmál skáldanna um
ástina, til dæmis eru taflleikir látn-
ir tákna hin ýmsu brögð elskenda
í frönsku fjórtándu aldar ljóði.
Að sjálfsögð voru skákmeistarar
uppi á miðöldum, og þóttu Lang-
barðar einna snjallastir. En kunn-
átta alls þorra manna í íþróttinni
er talin hafa verið ósköp bágborin.
Undir lok miðalda, einkum síðasta
fjórðung fimmtándu aldar, þróað-
ist skákin ört og nálgaðist sína nú-
verandi mynd. Drottning og bisk-
up urðu þá aðnjótandi þess athafna-
frelsis sem þau enn hafa — drottn-
ingin gat nú farið í hverja átt sem
henni sýndist, svo fremi enginn
væri fyrir henni, og biskupinn fékk
að færa sig til allra átta á ská, einn-
ig ef enginn taflmaður var fyrir
honum. Þessi nýmæli breyttu
íþróttinni og miðaldaafbrigðið féll
í gleymsku. Þó eiga fróðleiksmenn
um skák enn til að bregða því fyrir
sig að gamni.
★