Úrval - 01.06.1970, Síða 41
HVAÐ ER KOSS?
39
að fullyrða, að ekkert sé vitað með
vissu um uppruna kossins. Ef reynt
er að finna lausn gátunnar í göml-
um siðum og erfðavenjum frum-
stæðs fólks, er ekkert sem vísar
veginn. Margir þjóðflokkar þekkja
alls ekki kossinn, eins og til dæmis
í Polynesiu á Madagasgar, hjá
mörgum negraþjóðflokkum í Afr-
íku og hjá einstökum finnskum
þjóðflokkum. — Hann segir einn-
ig að allt bendi til þess, að kveðja
sú, sem fólgin er í því að nugga
saman nefjum sé mjög frumstæður
siður og uppruna hans megi líklega
rekja til þefskynjunarinnar.
Nokkrir þjóðflokkar heilsast í
raun og veru með því að þefa hver
af öðrum. Einn þrýstir nefi og
munni að kinn og dregur andann
djúpt að sér um leið. f staðinn fyr-
ir orðin „kysstu mig“ er til í þeirra
máli „þefaðu af mér“. Fyrst nef-
kveðjan á sumpart rætur sínar að
rekja til lyktskynjunar manna,
eetur þá ekki kossinn á sama hátt
átt rætur sínar að rekja til bragð-
skynjunar manna, spyr Nyrop.
Hversu gamall er kossinn? Eng-
inn veit neitt um það. Jafnvel elztu
heimildir veita okkur engar upp-
lýsingar um þetta vandamál, sem
svo margir hafa glímt við. Sumir
afereiða málið snarlega og segja
að kossinn sé auðvitað jafngamall
ástinni.
Darwin gamli hefur lagt sitt til
málanna í þessu sem öðru: „Við
Evrópubúar erum orðnir svo van-
ir kossinum, að við reiknum fast-
leea með, að hann sé mönnum í
blóð borinn. Þetta er samt ekki rétt
og Richard Steel skjátlast þegar
hann fullyrðir, að náttúran sjálf
hafi kennt manninum að kyssa og
að kossinn hafi komið í heiminn
með fyrstu ástinni. Við getum þó
með nokkrum rétti notað orðið
meðfætt í þessu sambandi með
hliðsjón af þeim unaði, sem við
finnum til þegar við snertum þann,
sem við elskum. Við njótum þessa
unaðar meðal annars með aðstoð
kossins, en ýmsir aðrir þjóðflokk-
ar í öðrum hlutum veraldar njóta
hins sama með því að nugga saman
nefjum, eins og til dæmis á Nýja
Sjálandi og meðal Eskimóa, og enn
aðrir njóta svipaðrar kenndar, þeg-
ar þeir fá að klappa á arma eða
brjóst eða strjúka eigin andliti eft-
ir höndum eða fótum hins aðilans.11
Kanadiskur vísindamaður hefur
nýlega fullyrt, að þörf líkamans
fyrir salt, hafi verið orsök fyrsta
kossins. Hann hefur komizt að
þeirri órómantísku niðurstöðu, að
frummenn sleiktu hver annan í
framan, af því að þeir höfðu upp-
götvað, að svitinn var saltur. Það
var ekki fyrr en löngu síðar, að
menn komust að raun um að þessi
verknaður hafði margar fleiri girni-
legar hliðar. Þannig lítur sem sagt
efnafræðingurinn á uppruna koss-
ins.
Gömul þjóðsögn segir frá því,
hvernig mennirnir fundu upp koss-
inn. Eva hafði lagzt til hvílu í
skuega trés. Þá kom býfluga fljúg-
andi, sveimaði yfir rauðum og
blómlegum vörum hennar og sett-
ist á þær til þess að sjúga hunang
úr þeim. En Adam, sem gætti Evu
sinnar í einu og öllu varð var við
þetta og rak býfluguna burt. Hvort