Úrval - 01.01.1974, Síða 82

Úrval - 01.01.1974, Síða 82
80 ekki vera á neinum rökum reist... Þar var ljóstrað upp um eina þýzku lygina í viðbót! Nú liggur Lusitanía á sjávarbotni. Nafn hennar mun verða eilífur minnisvarði um hermdarverk kyn- stofns, sem er gegnsýrður af villi- mennsku, kynstofns, sem er hald- inn takmarkalausum blóðþorsta." Burtséð frá hinum herskáu full- yrðingum, lýsir skýrsla þessi ná- kvæmlega viðhorfi og opinberu áliti forsvarsmanna brezka flotamála- ráðuneytisins og Utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna, hvað snertir atburði þá, sem gerðust, þ. e. hvað gerðist í raun og veru og hvers vegna. Og enn þann dag í dag er viðhorf þeirra og álit hið sama. En eftir að hafa grannskoðað öll plögg hér að lútandi í sex ár sam- fleytt, hef ég sannfærzt um, að í hinni ,,opinberu“ skýrslu um at- burð þennan eru athyglisverðar eyður, mótsagnir og mikil óná- kvæmni oft og tíðum. Og látið hef- ur verið undir höfuð leggjast að geta um ýmsar staðreyndir. Það er í rauninni ýmislegt, sem sannar, að Lusitaníuslysið hafi orðið upphaf furðulega blygðunarlausra stjórn- málaflækja, sem grundvölluðust allt frá byrjun á yfirlæti og fá- vizku og, að harmleiknum loknum, einnig á löngun nokkurra einstakl- inga til þess að bjarga mannorði sínu sem einstaklingar og fyrir- byggja stjórnmálalegt skipbrot. Það er mikilsvert að hafa það í huga í þessu sambandi, að meðal farþeg- anna í síðustu ferð Lusitaníu voru 197 Bandaríkjamenn. Flestir þeirra ÚRVAL létu lífið í slysinu. Harmleikur þessi snerti því hin hlutlausu Bandaríki jafnt og styrjaldaraðilann Bret- land. Þetta var í rauninni fyrsti og harmrænasti atburðurinn af mörg- um, sem leiddu til þátttöku Banda- ríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni. „GRÁHUNDUR HAFANNA" Smíði Lusitaníu miðaði að því, að skip þetta yrði stærsta og hrað- skreiðasta skip síns tíma, og gerð þess og hönnun áttu mikinn þátt í harmleiknum mikla. í um 100 ár hafði Brezka flotamálaráðuneytið veitt helztu farþegaskipafélögunum fjárstyrk, og þess í stað hafði það rétt til þess að taka viss skip þeirra í notkun á stríðstímum sem flutn- ingaskip eða aðstoðarbeitiskip. Hvað Lusitaníu og Mauretaníu snerti, samþykkti Flotamálaráðu- neytið að standa straum af bygg- ingarkostnaðinum og að veita 75 þúsund punda árlega rekstrarstyrk til hvors skips, ef Cunard-gufu- skipafélagið léti smíða tvö skip, sem gætu náð stöðugum 25 hnúta ganghraða við venjuleg veðurskil- yrði, og að unnt reyndist að vopna skip þessi í allríkum mæli, ef þörf krefði. (Á þessum tíma var þýzka farþegaskipið Vilhjálmur keisari II hraðskreiðasta úthafsskip, sem nokkru sinni hafði verið smíðað. Vélar þess voru samtals 38.000 hest- öfl, og gat skipið náð 23% hnúta ganghraða. Ætti Lusitaníu að tak- ast að bæta við þessum aukahnút, þyrfti það 30.000 hestöfl til við- bótar, þ. e. samtals 68.000 hestöfl). Það voru því miklar kröfur, sem f orstj ór'ar Cunard-gufuskipaf élags-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.