Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 82
80
ekki vera á neinum rökum reist...
Þar var ljóstrað upp um eina þýzku
lygina í viðbót!
Nú liggur Lusitanía á sjávarbotni.
Nafn hennar mun verða eilífur
minnisvarði um hermdarverk kyn-
stofns, sem er gegnsýrður af villi-
mennsku, kynstofns, sem er hald-
inn takmarkalausum blóðþorsta."
Burtséð frá hinum herskáu full-
yrðingum, lýsir skýrsla þessi ná-
kvæmlega viðhorfi og opinberu áliti
forsvarsmanna brezka flotamála-
ráðuneytisins og Utanríkisráðu-
neytis Bandaríkjanna, hvað snertir
atburði þá, sem gerðust, þ. e. hvað
gerðist í raun og veru og hvers
vegna. Og enn þann dag í dag er
viðhorf þeirra og álit hið sama.
En eftir að hafa grannskoðað öll
plögg hér að lútandi í sex ár sam-
fleytt, hef ég sannfærzt um, að í
hinni ,,opinberu“ skýrslu um at-
burð þennan eru athyglisverðar
eyður, mótsagnir og mikil óná-
kvæmni oft og tíðum. Og látið hef-
ur verið undir höfuð leggjast að
geta um ýmsar staðreyndir. Það er
í rauninni ýmislegt, sem sannar, að
Lusitaníuslysið hafi orðið upphaf
furðulega blygðunarlausra stjórn-
málaflækja, sem grundvölluðust
allt frá byrjun á yfirlæti og fá-
vizku og, að harmleiknum loknum,
einnig á löngun nokkurra einstakl-
inga til þess að bjarga mannorði
sínu sem einstaklingar og fyrir-
byggja stjórnmálalegt skipbrot. Það
er mikilsvert að hafa það í huga í
þessu sambandi, að meðal farþeg-
anna í síðustu ferð Lusitaníu voru
197 Bandaríkjamenn. Flestir þeirra
ÚRVAL
létu lífið í slysinu. Harmleikur þessi
snerti því hin hlutlausu Bandaríki
jafnt og styrjaldaraðilann Bret-
land. Þetta var í rauninni fyrsti og
harmrænasti atburðurinn af mörg-
um, sem leiddu til þátttöku Banda-
ríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni.
„GRÁHUNDUR HAFANNA"
Smíði Lusitaníu miðaði að því,
að skip þetta yrði stærsta og hrað-
skreiðasta skip síns tíma, og gerð
þess og hönnun áttu mikinn þátt í
harmleiknum mikla. í um 100 ár
hafði Brezka flotamálaráðuneytið
veitt helztu farþegaskipafélögunum
fjárstyrk, og þess í stað hafði það
rétt til þess að taka viss skip þeirra
í notkun á stríðstímum sem flutn-
ingaskip eða aðstoðarbeitiskip.
Hvað Lusitaníu og Mauretaníu
snerti, samþykkti Flotamálaráðu-
neytið að standa straum af bygg-
ingarkostnaðinum og að veita 75
þúsund punda árlega rekstrarstyrk
til hvors skips, ef Cunard-gufu-
skipafélagið léti smíða tvö skip,
sem gætu náð stöðugum 25 hnúta
ganghraða við venjuleg veðurskil-
yrði, og að unnt reyndist að vopna
skip þessi í allríkum mæli, ef þörf
krefði. (Á þessum tíma var þýzka
farþegaskipið Vilhjálmur keisari II
hraðskreiðasta úthafsskip, sem
nokkru sinni hafði verið smíðað.
Vélar þess voru samtals 38.000 hest-
öfl, og gat skipið náð 23% hnúta
ganghraða. Ætti Lusitaníu að tak-
ast að bæta við þessum aukahnút,
þyrfti það 30.000 hestöfl til við-
bótar, þ. e. samtals 68.000 hestöfl).
Það voru því miklar kröfur, sem
f orstj ór'ar Cunard-gufuskipaf élags-