Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 83

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 83
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 81 ins gerðu til Leonards Pesketts, helzta skipateiknara síns. Hann varð að verða við öllum kröfum Flotamálaráðuneytisins í hinum minnstu smáatriðum. Skipið átti að bera yfir 2000 farþega og 800 manna skipshöfn. En til þess að skipið næði þeim hraða, sem krafizt var, varð Peskett að koma öllu fyrir í skips- skrokk, sem mátti ekki vera lengri en 760 fet, miðað við sjávaryfir- borð, og hámarkslengd þilfarsþver- bjálkanna mátti ekki verða yfir 88 fet. Þessi takmarkaða breidd skips- ins gerði það að verkum, að smíða varð hærra skip en nokkru sinni hafði verið smíðað áður. Allar vélar, gufukatla, eldsneyti og öll helztu stjórn- og temprunar- tæki varð að staðsetja neðan sjávar- línu, eins og venjan var, hvað her- skip snerti. Hvert hinna fjögurra risavöxnu gufukatlarúms var smíð- að sem aðskilið, vatnsþétt hólf. Til þess að veita skipinu æskilegt upp- burðarafl voru smíðuð vatnsþétt hólf langsum eftir skipinu beggja megin, þ. e. samsíða gufukatlarúm- unum og vélarúmunum. Yélarnar, gufukatlarnir og þessi tvö löngu, vatnsþéttu hólf tóku upp allt rýmið neðan sjávarlínu, og því var ekkert rými eftir fyrir þau 6600 tonn af kolum, sem þurfti til þess að knýja skipið áfram frá Liver- pool til New York. Til þess að unnt yrði að verða við kröfum Flota- málaráðuneytisins, var því ákveðið að nýta þessi löngu hólf sem kola- geymslur. Menn gerðu sér ekki grein fyrir því þá, hversu varhuga- vert slíkt fyrirkomulag var. En þar eð geyma átti kol í löngu, vatnsþéttu hólfunum, varð að skera op á þau til þess að koma kolunum inn í þau við útskipun. Fyrir op þessi voru síðan settir vatnsþéttir hlerar, sem kyndararnir stjórnuðu opnun og lokun á. Hver sá, sem náð hefur í kol í venjulega heim- iliskolageymslu, mun gera sér grein fyrir þeim erfiðleikum, sem voru á því að loka hlerum þessum nægi- lega vel, bæði vegna þunga kol- anna, sem þrýsti á innan frá, og vegna þess að kolaryki og örlitlum kolamolum hætti til að safnast fyr- ir í falsinu, þannig að mjög erfitt var að loka hlerunum nægilega vel. Peskett gerði alls konar útreikn- inga. Og hann komst að því, að skipið yrði með 7 gráðu slagsíðu, ef eitt kolageymsluop væri haft opið. Væru tvö höfð opin, yrði slag- síðan a. m. k. 15 gráður. En kæm- ist sjór inn um fleiri en tvö op, mundi skipið að öllum líkindum ekki geta haldið sér á floti. Samkvæmt nútímakröfum yrði slíkur „innbyggður" óstöðugleiki al- drei leyfður. En það varð að slaka á fleiri kröfum, til þess að unnt yrði að verða við kröfum Flota- málaráðuneytisins. Peskett hafði neyðzt til þess „að byggja hátt“. Ofan á „aflpallinn", þ. e. véla- og gufukatlarúmin, byggði hann sex þilför, sem merkt voru bókstöfun- um A til F. Var A-þilfar efst, en F-þilfar neðst. Björgunarbátar skipsins héngu uppi yfir A-þilfari. Þegar þeim var sveiflað út á við, áður en þeir skyldu látnir síga, voru þeir aðeins 18 þumlungum frá þil- farinu. Augsýnilega datt engum í hug, að kæmi slagsíða á skipið, jafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.