Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
Nærð af þessum eiginleikum
landsins hefir íslenska þjóðin þreyð
og dafnað að viti og manndómi í
ellefu hundruð ár. Frá upphafi
hennar vega hefir aðalsmerki og
takmark ANDANS, frelsið skipað
öndvegið í huga hennar og mótað
viðhorf hennar til lífsins. í fæð
sinni og fátækt hefir hún alið stór-
menni sambærileg við snillinga
stórþjóðanna, óafvitandi að mestu
þó um mátt þann, sem með henni
býr. Aðeins andvara frá þessari
alheims-andans-orku hefir hún
greint í stórskáldum sínum, en þeg
ar hún „opnar“ fyrir arnsúg hennar
í allsherjar sókn gegn stríði og
hungri, þegar hún skilar lífinu af
fiskimiðunum undanbragðalaust
rétta boðleið til lífsins aftur í mat-
vælum, þegar hún eirir ekki herj-
um og vígbúnaði á íslenskri grund,
en lætur í þess stað rísa HÖLL
FRIÐARINS — MUSTERI AND-
ANS, og þegar hún hlúir að því
lífi, sem hrærist í skauti þessa lands
þá ymur í hverri þjóðfélagsgrein
gustur þessa máttar, þegar hún
leitar í alvöru á vit hans í sókn
til fagúrs mannlífs, þá mun henni
ekki aðeins auðnast að gefa for-
dæmi heldur einnig skapa skilyrði
til viðreisnar andlega vannærðu
mannkyni. Þegar vísindamenn og
valdamenn heimsins fá „hleðslu“
frá þessari orku undir handleiðslu
æðri vitsmuna, þá mun mannkyni
öllu betur vegna.
Það er í þessum alheims-ORKU-
SVEIP, að heimsmiðstöð andlegr-
ar menningar á að rísa.
☆
Þegar bekknum var stillt upp við skólaslitin, voru þeir minnstu
látnir standa fremst, en röðin hækkaði eftir því sem aftar dró. En
eitt ósamræmi var þarna: Allra fremst fór langur, slánalegur
strákur með of langa handleggi og fætur.
„Hvers vegna er hann fremstur?" spurði ég telpu úr skólanum,
sem sat hjá mér. „Er hann duglegastur í bekknum?11
„Nei,“ svaraði hún. „En hann klípur í rassinn á stelpunum, ef
hann nær.“ J.K.
SERHÆFÐUR PRESTUR.
Iri nokkur, sem hafði fengið sér einum of mikið, fékk því meiri
foragt á sjálfum sér, sem lengra leið á drykkjuna. Þar kom, að
hann ákvað að heimsækja prestinn sinn og skrifta. En þegar
presturinn sá, hvernig ástand hans var, sagði hann mildilega:
„Við skulum bíða með skriftirnar, Patrik. Farðu nú heim og sofðu
úr þér. Þú hefur, vænti ég, ekki drepið neinn?“
„Auðvitað ekki,“ tautaði Patrik og hélt heim á leið. Á leiðinni
rakst hann á vin sinn Tom, sem einnig var á leið að skrifta. „Þú
getur sparað þér það ómak, Tom,“ sagði Patrik. „Sérann fæst að-
eins við morðmál í kvöld.“ E.A.