Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
Hvað eftir annað hafa þjálfaðir lögregluhundar
sýnt það og sannað, að þeir geta snuðrað upp það,
sem ekki er á færi nokkurs manns eða áhalds.
LELAND STOWE
Þannig grípur K-9
glæpamenn
*
*•
ögregluforinginn Willi-
am Tinsley var í hús-
rannsókn í Washington
D.C. og skreið með-
fram miðstöðvarkatli í
átt til innbrotsþjófs,
sem stóð í leyni með reidda öxi til
að reka í höfuð Tinsley. En vakt-
félagi Tinsleys laumaðist að til-
ræðismanninum aftan frá, greip um
uppreiddan handlegg hans og bjarg-
aði lífi félaga síns.
• Við landamærahlið á mörk-
um Mexíkó og Bandaríkjanna voru
tveir bandarískir landamæraverðir
í þann veginn að hleypa druslu-
legum Chevrolet yfir landamærin,
þegar annar þeirra skreið undir
afturöxulinn og þreif lausan plast-
poka með heróíni og kókaini, sem
síðar var metið á 150 milljónir ísl.
kr.
• í San Fransisco var tilkynnt
með nafnlausu símtali um tíma-
sprengju, sem komið hafði verið
fyrir í geymsluhólfi í Crocker
Bank og kynni að springa á hverri
stundu. W.D. Langlois og félagi
hans þutu á staðinn. Félagi Lang-
lois hafði ekki fyrir því að skoða
langa röð af geymsluhólfum, held-
ur stökk beint að því, sem sprengi-
efnið var í. Fáeinum mínútum síð-
ar hafði sprengjan verið fjarlægð
slysalaust.
Það sem þessir atburðir áttu sam-
eiginlegt, var að í öllum tilvikum
var það þýskur fjárhundur, svo-
kallaður „lögregluhundur“, sem
átti hlut að máli. Hundarnir hétu
Bullet, Chopper og Bourbon og
hver um sig var vaktfélaga sínum
miklu meira virði í samstarfi við
þessar kringumstæður, heldur en
— ÚR NATIONS CITIES