Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 65

Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 65
SAGAN UM DULARFULLU BYSSUKÚLUNA 63 inni og horfði út yfir landið til austurs til Fort Tilden og turn- anna á Breezy Point, hinum megin við flóann. „Þessi kúluskratti get- ur hafa komið frá svo mörgum stöðum hér í nágrenninu að það er ekki einu sinni hægt að telja þá alla,“ sagði hann við Jacobs lög- regluforingja. MERKIÐ FINNST. Á þriðjudags- morgni sendi Seedman leynilög- reglumenn til að vera viðstadda út- för Nancy McEwen, í von um að maðurinn, sem skaut, skyti þar upp kollinum. Taugaóstyrkur ungur maður sneri í flýti frá jarðarför- inni um leið og athöfninni var lok- ið, en leynilögreglumennirnir kom- ust að því, að hann var aðeins skólabiróðir Nancyar og lá á að komast aftur til vinnu sinnar. Milli tíu og tuttugu borgarar hringdu til lögreglunnar þennan sama dag og tilkynntu lögreglunni, að það hefði einnig verið skotið að þeim, þar sem þeir óku eftir Belt Parkway, en „leyniskyttan“ reyndist aðeins vera sláttuþyrla, sem þeytti smá- steinum undan sér, þar sem verið var að vinna með hana meðfram veginum. Það var líka á þriðjudeginum, sem FBI gaf skýrslu um kúluna, sem fjarlægð hafði verið úr höfði Nancy McEwen. Henni hafði verið skotið úr Enfield .303 riffli, sem framleiddur hafði verið í Bretlandi um 1940 í gífurlegri fjöldafram- leiðslu. Af þeirri tegund voru enn- þá milljónir í umferð. HVAR Á AÐ LEITA? Um tylft leynilögreglumanna hafði nú lagt 5 sólarhringa vinnu í að upplýsa þetta mál, og enn var Seedman engu nær. Enginn byssusali hafði fundist, sem nýlega hafði selt En- field .303. Sjávarsíðan öll hafði verið fínkembd, þeir höfðu rann- sakað nákvæmlega íbúðirnar við Breezy Point, skriðið um sandhól- ana og fenin við Plum Beach, haft samráð við herinn, kannað hverja fáránlega vísbendingu, sem þeim hafði borist — og enn höfðu þeir ekki minnstu hugmynd um, hver hefði skotið Nancy McEwen, hvers vegna eða jafnvel hvaðan kúlunni hafði verið skotið. Seedman gerði sér fulla grein fyrir því, hve mikið af fjármunum skattgreiðenda hafði runnið til rannsóknarinnar án nokkurs ár- angurs. En hann var ekki reiðubú- inn að gefast upp, enn sem komið var, að finna þann, sem hafði drep- ið Nancy McEwen. Ekki strax. „Við byrjum í fyrramálið," sagði hann við menn sína. „Við berjum á hverja einustu dyr í Brooklyn, þar til við finnum manninn, sem á þennan Enfield. Hann hefur ekki gefið sig fram, en þegar leynilög- regluþjónn kemur í heimsókn, gengur hann út frá því að við höf- um rakið byssuna til hans á ein- hvern máta, og þá segir hann til sín.“ Leynilögreglumennirnir litu hver á annnan. Að kanna þannig, þó ekki sé nema húsaröð í borginni, tekur mikinn tíma, en Seedman var að tala um byggðahverfi með þremur milljónum íbúa. Það tæki þá meira en ævina. „Nú hlýtur þú að vera að gera að gamni þínu, foringi,"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.