Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 84

Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 84
82 ÚRVAL ustu í bardaga, ef heppnin er með honum, með hendi sína í snertingu við óvininn, og veitist honum þann- ig mikill heiður: dauði af völdum sigursnertingar.“ Andlit Gráa-Úlfs var alsett hrukkum, og það gat að líta ryk í hrukkunum. Augu hans voru sorgmædd og rödd hans alvarleg. Og á þessu augnabliki þögullar tjáningar skynjaði Halti-Bjór, að hinn raunverulegi faðir hans, Há- degissól, hafði verið drepinn. Hann leit undan, þegar hann spurði: „Dó hann í bardaga?" Grái-Úlfur svaraði: „Hann var að reyna að snerta Pawneemann." „Tókst honum það?“ spurði Halti Bjór. „Nei,“ svaraði Grái Úlfur. Það stoðaði ekkert að ljúga um slíka hluti, því að um kvöldið, þegar stríðsmennirnir mundu safnast sam an í kringum tjaldbúðabálið og ræða um orrustu dagsins, yrði því slegið endanlega föstu á heiðarleg- an hátt, hverjum hafði tekist að snerta óvininn og hverjum ekki. Jafnvel dauði stríðsmanns, sem var eins hraustur og Hádegissól hafði verið, var ekki næg ástæða til að ljúga um slíka hluti. Hjá „Fólkinu okkar“ var það leyfilegt, að fjórir stríðsmenn snertu sama óvininn. Sá fyrsti, sem var svo heppinn að geta snert hann, hjrópaði hátt, svo að allir gætu * Þessi siður var útbreiddur meðal Indíána Norður-Ameríku. Með þessari snertingu eða höggi var óvinurinn oft afvopnaður eða rænd- ur hesti sínum. heyrt: „Ég fyrstur!“ Og sá næsti hrópaði: „Ég annar!“ Og síðan sá þriðji og að lokum sá fjórði. Þeg- ar bardaganum lauk, söfnuðust stríðsmenn þessir og vitni þeirra saman. Einhver stríðshetjan kynni að segja: „Ég varð fyrstur til þess að snerta Pawneeættarhöfðingj- ann.“ En þessi heiður fékkst ekki staðfestur, fyrr en einhver sagði: „Ég sá hann snerta Pawneemann- inn, og hann er sá fyrsti." Að drepa óvininn? Það var einsk- is virði. Það var bara gert, ef nauð- syn krafði. En það var alls ekki mikilvægt, nema þeim hinum sama hefði tekist að snerta hann áður og lýsa því jafnframt yfir, að hann hefði gert það. Að flá höfuðleðrið af óvini? Það var einnig einskis- virði. Slíkt gerðu stríðsmenn bara. ef þá vantaði skreytingu í tjöldin sín. Stríðsmaður drap stundum óvin og fláði af honum höfuðleðrið án þess að hljóta nokkurn heiður, ef fjórum öðrum stríðsmönnum hafði tekist að snerta óvininn áður og tilkynna það. „Og tókst Hádegissól það ekki?“ spurði drengurinn. „Hann reyndi. Pawneemaðurinn var á hestbaki og á of mikilli ferð.“ „Komstu með líkama hans hing- að heim?“ „Aðeins steinarnir einir lifa að eilífu,“ svaraði Grái-Úlfur. „Paw- neemaðurinn tók líkama hans og fláði af honum höfuðleðrið, og hann er nú dáinn.“ GAMALL MAÐUR BUNDINN VIÐ STAUR. Vorið 1764. þegar Halti-Bjór var orðinn 17 ára, hélt „Fólkið okkar“ ráðstefnu og komst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.