Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
Fyrsta slysið þetta kvöld var svo
sem nógu slæmt. Þrír fólksbílar og
fjórir vörubílar, sem stefndu í suð-
ur, lentu saman í þokukafla. I
miðjum haugnum var hinn 18 ára
gamli Robert Musto fastur. Plebani
braut glugga á bílnum og skreið
inn til að hlýja hinum deyjandi
Musto með teppum og halda hon-
um kyrrum. Það liðu tuttugu mín-
útur, þangað til sjúkrabílarnir
komu, og allan þann tíma neitaði
Plebani að víkja frá Musto, þótt
bensín úr rifnum tönkum rynni
undir bílinn.
,,Guð minn almáttugur!" sagði
einn sjúkraliðsmannanna. „Ef ein-
hvers staðar hefði komið neisti,
hefðirðu ekki vitað meira af þér.“
Þokan þéttist, þegar hitinn lækk-
aði. í aðalstöðvum lögreglunnar gaf
Gary Buriello fyrirskipun um að
kveikja á viðvörunarljósum við
veginn: AKIÐ HÆGT, ÞOKA
FRAMUNDAN. Það, sem Buriello
vissi ekki, var að eldur á rusla-
haugum skammt frá slysstaðnum
sendi þykka, svarta reykjarmekki
upp í þokuna, svo hún varð að
gríðarmiklu, svörtu skýi. An þess
að eftir því yrði tekið í nætur-
myrkrinu, lyftist þetta ský upp á
við, þar til það flattist út móti
heitu loftinu, sem var ofar, og barst
síðan hægt niður yfir veginn.
Klukkan 1.50 eftir miðnætti, þegar
þokan fór síversnandi, skipaði Bu-
riello að beina burtu umferðinni,
sem kom frá Newark. En samt
þurfti að sjá um öryggi þeirra
hundraða ökumanna, sem þegar
voru komnir framhjá gatnamótun-
um og geystust áfram, án þess að
vita um hættuna framundan.
Forlögin voru góð við þá, sem
voru á leiðinni suður. Þokan þétt-
ist smátt og smátt. Ökumennirnir
höfðu rúðuþurrkurnar gangandi og
óku löturhægt. Fyrir þá, sem voru
á leiðinni norður, þaðan, sem var
hálendara, var engin viðvörunar-
þoka.
Emory Burton, 34 ára, kraftaleg
ur virginíumaður, sem ók dráttar-
bíl, hlöðnum dagblaðapappír, sá
viðvörunarljósin, þegar hann var
kominn nokkra kílómetra framhjá
New York. Hann reyndi án árang-
urs að fá einhverjar upplýsingar
um veðrið framundan um örbylgju-
talstöð sína. Félagi Burtons, grann-
vaxinn maður með gleraugu, James
Wagner, fylgdi á eftir á sams kon-
ar bíl með sams konar hlass. A
undan þeim báðum var Bill Diegel
frá Baltimore, með risastóran vöru-
bíl, hlaðinn viskíflöskum. Tveir
þungir tankbílar með sjóðheitt mal-
bik lötruðu áfram á hægri akrein.
Wesley East, póstekill frá Fíladel-
fíu, ók á eftir sendibíl, sem hinn 44
ára gamli New York búi, Casper
La Marca, ók.
Á eftir þessari bílalest, sem
stefndi í norður, óku alls um 40 til
50 einkabílar og vörubílar, flestir
á um það bil 80 km hraða. Fram-
undan þeim var þykkt teppi þoku
og reyks sífellt að síga lægra og
lægra. Hún var 60 metra yfir veg-
inum, svo 40 metra — þessi dauða-
gildra færðist stöðugt nær malbik-
inu.
Fremstu ökumennirnir sáu glitra
á merkin á síðasta mílusteininum,