Úrval - 01.12.1974, Side 58

Úrval - 01.12.1974, Side 58
56 ÚRVAL Fyrsta slysið þetta kvöld var svo sem nógu slæmt. Þrír fólksbílar og fjórir vörubílar, sem stefndu í suð- ur, lentu saman í þokukafla. I miðjum haugnum var hinn 18 ára gamli Robert Musto fastur. Plebani braut glugga á bílnum og skreið inn til að hlýja hinum deyjandi Musto með teppum og halda hon- um kyrrum. Það liðu tuttugu mín- útur, þangað til sjúkrabílarnir komu, og allan þann tíma neitaði Plebani að víkja frá Musto, þótt bensín úr rifnum tönkum rynni undir bílinn. ,,Guð minn almáttugur!" sagði einn sjúkraliðsmannanna. „Ef ein- hvers staðar hefði komið neisti, hefðirðu ekki vitað meira af þér.“ Þokan þéttist, þegar hitinn lækk- aði. í aðalstöðvum lögreglunnar gaf Gary Buriello fyrirskipun um að kveikja á viðvörunarljósum við veginn: AKIÐ HÆGT, ÞOKA FRAMUNDAN. Það, sem Buriello vissi ekki, var að eldur á rusla- haugum skammt frá slysstaðnum sendi þykka, svarta reykjarmekki upp í þokuna, svo hún varð að gríðarmiklu, svörtu skýi. An þess að eftir því yrði tekið í nætur- myrkrinu, lyftist þetta ský upp á við, þar til það flattist út móti heitu loftinu, sem var ofar, og barst síðan hægt niður yfir veginn. Klukkan 1.50 eftir miðnætti, þegar þokan fór síversnandi, skipaði Bu- riello að beina burtu umferðinni, sem kom frá Newark. En samt þurfti að sjá um öryggi þeirra hundraða ökumanna, sem þegar voru komnir framhjá gatnamótun- um og geystust áfram, án þess að vita um hættuna framundan. Forlögin voru góð við þá, sem voru á leiðinni suður. Þokan þétt- ist smátt og smátt. Ökumennirnir höfðu rúðuþurrkurnar gangandi og óku löturhægt. Fyrir þá, sem voru á leiðinni norður, þaðan, sem var hálendara, var engin viðvörunar- þoka. Emory Burton, 34 ára, kraftaleg ur virginíumaður, sem ók dráttar- bíl, hlöðnum dagblaðapappír, sá viðvörunarljósin, þegar hann var kominn nokkra kílómetra framhjá New York. Hann reyndi án árang- urs að fá einhverjar upplýsingar um veðrið framundan um örbylgju- talstöð sína. Félagi Burtons, grann- vaxinn maður með gleraugu, James Wagner, fylgdi á eftir á sams kon- ar bíl með sams konar hlass. A undan þeim báðum var Bill Diegel frá Baltimore, með risastóran vöru- bíl, hlaðinn viskíflöskum. Tveir þungir tankbílar með sjóðheitt mal- bik lötruðu áfram á hægri akrein. Wesley East, póstekill frá Fíladel- fíu, ók á eftir sendibíl, sem hinn 44 ára gamli New York búi, Casper La Marca, ók. Á eftir þessari bílalest, sem stefndi í norður, óku alls um 40 til 50 einkabílar og vörubílar, flestir á um það bil 80 km hraða. Fram- undan þeim var þykkt teppi þoku og reyks sífellt að síga lægra og lægra. Hún var 60 metra yfir veg- inum, svo 40 metra — þessi dauða- gildra færðist stöðugt nær malbik- inu. Fremstu ökumennirnir sáu glitra á merkin á síðasta mílusteininum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.