Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 24

Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL erfið. Leiðtogarnir í Peking neyta allra bragða, heiðarlegra og óheið- arlegra, til að senda fleira „mennt- að ungt fólk“ út á landsbyggðina, nota svik, þrýsting, lýðskrum og ýmis loforð. Kínverskir leiðtogar virðast hafa alvarlegar áhyggjur af réttmætri óánægju æskufólks, sem á undan- förnum árum hefur verið sent úr borgunum út á land. Til þess að draga úr þessari óánægju hafa ver- ið gefnar út margar leynitilskipan- ir, samþykktar af Maó. Sú stefna hefur verið tekin upp nýverið að „mennta verkafólkið“ meðal hinna brottreknu æskumanna með því að senda suma þeirra til náms við æðri skóla, fela þeim verkstjórn og leyfa sumum að kenna við barna skóla, aðstoða á sjúkrahúsum, skrif stofum og við stjórnun véla. Þrátt fyrir þetta veitir meiri- hluti þjóðarinnar brottrekstrar- stefnunni andspyrnu. Jafnvel þeir kínverskra embættismanna, sem hollastir eru leiðtogunum, að ekki sé talað um óbreytta skrifstofu- menn, leggja sig fram um að reyna að vernda börn sín frá því að verða send út á landsbyggðina, með því að notfæra sér aðstöðu sína. Hjálpa þeir börnum sínum til að fá að- gang að æðri skólum og reyna að fá leyfi handa þeim til að dveljast í borgunum. Sýnir það, hve þetta vandamál er brýnt, að kínverskir áróðursmeistarar hafa neyðst til að rita um það opinberlega. Unga fólkið, sem er slitið frá fjölskyldum sínum og knúið til að lifa ömurlegri ævi, svipt öllum framtíðarmöguleikum, er smátt og smátt farið að sjá í gegnum lýð- skrum Maós og skynja hið raun- verulega ástand. Það hefur aukið óróleika þessa unga fólks, að æðri menntastofnanir eru nú aftur tekn- ar til starfa. Æ fleiri leggja leið sína aftur til borganna. Samkvæmt kínverskum heimildum hurfu yfir 3000 ung- menni ólöglega aftur til Shanghai og um þúsund til Kwangohow árið 1971. Jemmin Jihpao skýrir frá því, að haustið 1973 hafi þúsundir manna úr hinum svonefndu land- varnarsveitum í Shanghai verið sendar til úthverfa borgarinnar til þess að leita uppi illræðismenn, er þar földust, einkum ungt fólk, er flúið hafði úr sveitunum. Segir blaðið, að 480 manns hafi fundist. Þetta eina dæmi nægir til að sýna flótta ungs fólks úr sveitunum. í janúar 1974 voru gerðar svipaðar aðgerðir í úthverfum Peking. Sumir ungir menn synda yfir Perlufljót og flýja til Hong Kong. Að því er yfirvöld í Hong Kong segja, eru þar um 100 þúsund flóttamenn frá Kínverska alþýðu- lýðveldinu, og fjöldi þeirra fer vax- andi. Sumt af þessu unga fólki hef- ur stofnað með sér neðanjarðar- samtök i líkingu við „Samband æskufólks, sem sent hefur verið út á landsbyggðina“, sem starfar í Kwangtung. Ungu fólki í Kína er að verða vel ljós hættan sem felst í stefnu Maó- ista. Brottrekstur ungs fólks úr borgunum til fjarlægra landshluta er eitt dæmið um þetta. APN. ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.