Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 71

Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 71
SKAPSTJÓRN — TAMNING REIÐIKENNDA 69 Af því að hún var „bara kona“ og einkadóttir að auki höfðu bræð- ur hennar þrír eiginlega talið það sjálfsagt, að hún annaðist þennan hugstola öldung, sem faðir þeirra var orðinn. Þegar hún sannfærðist um þessa orsök skapofsa síns, talaði hún um þetta hreinskilnislega við bræður sína. Eftir að þeir tóku þátt í að annast föðurinn, batnaði sambúð hennar við bekkinn að sama skapi. 3. BYRGÐU EKKI REIÐINA INNI. Margir leyna reiði sinni vand- lega með hatursfullri þögn. En sé reiðin látin í ljós, veldur það létti —■ jafnvel ákvörðun. Margir góðir foreldrar kenna börnum sínum að tjá reiði sína, venjulega með for- dæmi á eðlilegan en þó hljóðlátan hátt. Það sýnir, að htiðarleg tján- ing skapæsingar verkar líkt og þrumuveður, sem hreinsar loftið, svo að sólin fer aftur að skína. Ekki er langt síðan ég hafði til meðferðar mann, sem var svo al- varlega þunglyndur, að starfsorka hans var skert og minnkaði stöð- ugt. Vandamál hans átti rót sína samskiptum við ungan yfirmann, sem tók uppástungum þessa eldri manns annnað hvort með yfirlætis- legu brosi eða algjöru tómlæti. Innhverfur og alvarlegur dró mað- urinn sig alveg í hlé, .varð leiður og neikvæður. Ég hvatti hann til að ræða málið við forstjórann eins hreinskilnis- lega og hispurslaust og mögulegt væri. Hann féllst að lokum á uppá- stungu mína og gerði fullkomlega grein fyrir angri sínu, en þó án beiskju. Sem betur fer tók sá yngri honum vel og skildi hann, og um- gekkst hann með nýrri virðingu eftir það. Þessari reynslu lýsir William Blake skáld á þennan hátt: „Við eina vin minn í mig fauk, ég um það ræddi, og brátt því lauk. Við óvin minn ég æsast réð, og alltaf þögnin brýndi geð“, Innibyrgð reiði er eins og tíma- sprengja. Sé hún ekki eyðilögð, getur hún eyðilagt vináttu, ást og líf heillar fjölskyldu. 4. LOSAÐU ÞIG VIÐ REIÐINA. Margar orsakir, stórar og smáar, hafa safnast í eitt til að skapa eld- heitt reiðibál. Hver mundi æpa gegn ranglæti reiðilaust? Á fyrri hluta þessarar aldar leið Clifford Beers margs konar skip- brot sem ungur geðsjúkur stúdent. Hann setti vel á sig, í frumstæðu umhverfi, allar auðmýkingar og allt ranglætið, sem hann varð að þola. Eftir að hann hafði náð sér, aðstoðaði hann við stofnun margra geðheilsuhæla, og reiði hans yfir meðferð þeirri, sem hann hafði hlotið, varð til þess, að samin var ný löggjöf og öryggi aukið á allan hátt gegn því, að grimmd og skiln- ingsleysi væri beitt við andlega vanheilt fólk. En þegar ekki er unnt að losa sig við gremju og reiði á svo já- kvæðan hátt, er samt unnt að finna aðrar aðferðir. Oft getur verið heppilegt að velja nýtt umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.