Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 86

Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL þar að þeirri niðurstöðu, að það væri auðmýkjandi að þurfa að vera lengur án hesta, fyrst Comanche- ættkvíslin, Pawneeættkvíslin og jafnvel Uteættkvíslin áttu allar hesta. Þar var ekki aðeins um að ræða mikinn ókost í bardögum, heldur varð „Fólkið okkar“ einnig að svelta, þegar vísundahjarðirnar reikuðu svo langt burt, að þær urðu ekki lengur eltar af fótgang- andi mönnum. „Fólkið okkar“ flutti sig stöðugt um set og kom sér upp nýjum tjaldbúðum. Konurnar urðu að bera alla búslóðina, nema það, sem hundarnir drógu á staura- grind. Þar var um að ræða tré- grind, sem líkust var bókstafnum A í laginu. Ekki voru þær með hjól, heldur drógust aftari endar stauranna eftir jörðinni. „Ég er gamall maður,“ sagði Kalda-Eyra, sem hafði komið mörgu snertihöggi á óvini sína. „Tennurnar eru að brotna úr mér. Sonur minn er dáinn, og mig lang- ar ekki til að lifa lengur. Við verð- um að ráðast á Pawneemennina og ná hestum frá þeim. Og þegar við látum til skarar skríða og gerum það, ætla ég að binda mig við staur.“ „Fólkið okkar“ vissi, að það voru sérréttindi stríðsmanna að mega deyja á þennan hátt, og allir sam- þykktu, að veita skyldi Kalda-Eyra þessi sérréttindi. Halti-Bjór varð svo hrifinn af þessu heiti Kalda- Eyra, að hann bað leyfis að mega fara með honum, og var það veitt, því að menn vissu, að hann var hugrakkur unglingur. í þrjá daga samfleytt hélt hópur stríðsmannanna austur á bóginn. Þeir lögðust til svefns á afviknum stöðum, þegar hitinn var mestur um miðjan daginn, en tóku svo á rás, þegar rökkrið nálgaðist, og hlupu greitt. Svo gengu þeir dálít- inn spöl, en tóku svo á rás á nýjan leik. Þessu héldu þeir áfram þar til nokkru eftir dögun. Þeir hlupu og gengu á víxl. Skömmu eftir sólsetur þriðja daginn fóru þeir Halti-Bjór og eldri stríðsmaður í njósnaleiðangur á undan hópnum. Þeir áttu að reyna að finna tjaldbúðir Pawneemann- anna. Þeir læddust áfram á milli trjáa og runna, þangað til þeir voru aðeins um fjórðungsmíiu frá óvinunum. Halti-Bjór hvíslaði: „Þetta er bara lítill hópur veiðimanna. Þetta er engin bækistöð." Félagi hans svaraði: „Þeir eru með hesta með sér. Sjáðu bara!“ Þeir læddust aftur til félaga sinna, og eldri maðurinn leyfði Halta-Bjór að taka fyrst til máls: „Það eru ekki margir Pawneemenn þarna, en margir hestar. Og þeir eru að fara í þessa átt. Þeir munu fara hérna rétt fram hjá okkur.“ Rétt fyrir dögun kvaddi Kalda- Eyra félaga sína og gekk þögull í átt til Pawneemannanna. Hann stansaði á bak við dálítinn hól, sem var rétt hjá tjaldbúð þeirra. Þeir höfðu safnast saman í hóp, og þegar þeir voru komnir dálítið burt frá tjöldunum, gerði Kalda- Eyra vart við sig og baðaði út höndunum, til þess að hræða hest- ana. Pawneemennirnir sáu, að hann hafði bundið sig við staur, og gerðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.