Úrval - 01.06.1976, Síða 3
1
6. hefti
35. ár
Úrval
Júní
1976
Nú er komið sumar og vonandi verður það til þess að veita sem flestum þá
birtu og yl, sem við íslendingar sannarlega þurfum til að fleyta okkur yfir
köldu mánuðina, sem mörgum þykir langir, dimmir og kaldir. Þessu hefti
Úrvals er ætlað að bera dálítið af því ljósi og þeirri hlýju.
Fyrir þá, sem hyggja á suðrænar slóðir erum við með grein um flóðbylgjuna
á Costa del Sol — ekki til þess að hræða fólk eða fæla, heldur til þess að gefa
þeim nýja innsýn í þá staði, sem verða í nánd við Costa del Sol-arfara og þeir
fara ef til vill um og skoða. Þá er einnig í heftinu grein um hættur þær, sem
kunna að leynast fyrir sundmenn í sjó og hvernig hægt er að varast þær, eða
að bjarga sér úr þeim, ef í harðbakka slær.
Bókin er að þessu sinni nokkuð með öðru sniði en vant er, því hana höfum
við sótt austur fyrir tjald. Flestar bækur okkar fram að þessu hafa verið saman
settar í vestrænni menningu, og það er fróðlegt að kynnast því, sem fest er á
þrykk á öðrum slóðum. Þar segir rússneskur vísindamaður frá einu ári úr ævi
sinni — ári, sem hann dvaldi innilokaður í þröngri eftirlíkingu af geimfari I
tilraunaskyni. Að dómi undirritaðs er þessi bók í senn fróðleg og óvenjuleg.
Þá er best að hafa þessi aðfaraorð ekki fleiri — við óskum lesendum Úrvals
góðrar skemmtunar.
Ritstjóri.
FORSÍÐAN:
Löngum hefur þótt fallegt að ganga með höfn á góðviðrisdögum og horfa á
báta og skip vagga sér á öldunum og jafnvel spegla sig í sjónum, ef vel viðrar.
Þangað sækja líka Ijósmyndarar gjarnan fallegar fyrirmyndir, eins ogJamesH.
Pope heíur gert hér.