Úrval - 01.06.1976, Page 4
2
URVAL
Maður nokkur var fluttur á geð-
sjúkrahús vegna þess að hann hafði
þá ástríðu að vera einlægt að skjóta
flugur með teygju og hugsa ekki um
annað.
Þegar hann hafði verið þar í þrjá
mánuði, var hann farinn að hegða sér
nokkuð eðlilega, svo yfirlæknirinn tók
hann inn í skrifstofuna til sín.
,,Hvað myndurðu nú gera, ef ég
sleppti þér í dag?”
Maðurinn ljómaði upp og svaraði:
,,Ég myndi ná mérí teygju og skjóta
með henni flugur!”
Hann var hafður í meðferð í aðra
þrjá mánuði, en svo tók yfirlæknirinn
hann inn til sín aftur. ,,Hvað
myndirðu nú gera, ef ég brautskráði
þig núna?” spurði hann.
Maðurinn hugsaði sig lengi um,
alvarlegur á svip, og sagði svo: ,,Tsja
— ætli ég myndi ekki ná mér í teygju
og skjóta með henni flugur.”
Eftir þrjá mánuði til viðbótar var
engin sjúkdómseinkenni að sjá á
manninum, svo yfírlæknirinn tók
hann tali einu sinni enn:
,,Hvað myndurðu nú gera, Jón
minn, ef ég léti þig lausan?”
,,Ég myndi fara niður í bæ.”
,Já?”
,, Þar myndi ég taka mér leigubíl. ’ ’
,,Nú, já?”
,,Svo myndi ég láta hann rúnta
með mig um bæinn.”
,,Hvað svo?”
,,Ég myndi ná mér í kvenmann.”
,,Og hvað svo?”
,,Svo myndi ég láta bílinn aka
okkur út fyrir bæinn.”
, Jæja.”
,,Það myndi ég láta hann stansa
einhvers staðar í fallegu umhverfi,
þar sem væru tré og svoleiðis.”
„Nú, já?”
,,Þar myndi ég borga bílinn og láta
hann fara.”
,Já?”
,,Svo myndi ég fara með kven-
manninn og fínna fallegan skjólsælan
hvamm.”
,,Og svo?”
,,Þar myndi ég byrja að kyssa
kvenmanninn og vera góður við
hana.”
,Jæja, ætli þér fari ekki að vera
óhætt. Hvað myndurðu gera svo?”
,,Ég myndi plokka af henni
buxurnar, taka úr þeim teygjuna og
skjóta með henni flugur!”
★ ★ ★