Úrval - 01.06.1976, Page 5
AÐ LÁTA SÉR EKKILEIÐAST
3
Viss tegund leiðinda getur lamaö athafnavilja
og sljóvgað sálarlífið. Hvernig er hægt að slepþa
úr þessum vítahring?
AÐ LÁTA SÉR
EKKI LEIÐAST
— Judson Gooding —
kkur stendur til boða
óendanlegt úrval við-
fangsefna til afþrey-
ingar og við erum í stöð-
JlUfC-tKJKíK ugri leit að nýjum ævin-
týrum og gamni — en samt leiðist
okkur. Þeim mun meira, sem gert er
til þess að drepa leiðindum á dreif,
þeim mun víðtækari verða þau.
Vissulega er ekki hægt að gefa það
upp í tölum, hve mörgum lciðist, en
margt bendir tii, að þctta sé orðið
útbreitt mein.
Ungt fólk er sérstaklega opið fyrir
leiðindum. í Bandaríkjunum — sem
er sláandi dæmi um nútíma ,,vel-
ferðar” þjóðfélag — er talið, að allt
að fimmti hluti ungs fólks þjáist af
alvarlegum leiðindum og þunglyndi.
Þetta fólk missir sjálfstraustið, og
stundum leiðir þetta til sjálfsmorðs.
Eitt óhugnanlegasta fjöldamorð
síðari tíma — framið af Charles
Manson hópnum — var að dómi
sálfræðinga afleiðing leiðinda. Rit-
höfundurinn og sálfræðingurinn
Erich Fromm skrifaði um Manson-
morðin, að þau væru dæmi um
,,morð af tilefnislausu, þar sem
óendanleg og þjáningarfull leiðindi