Úrval - 01.06.1976, Page 6

Úrval - 01.06.1976, Page 6
4 URVAL leiddu til skyndilegra eyðileggingar- athafna.” Djúpstæð leiðindi af þessu tagi, sem fá útrás í ofbeldi, árásum, uppreisn og fjölskylduupplausn, er allt annað fyrirbrigði en sú tilfinning, sem við finnum öll til annað slagið — sú tilfinning, að við séum fórnarJömb einskonar svikamyllu. Hin alvarlegu og varanlegu leiðindi koma fram í því, að þeir sem þjást draga sig til baka frá umhverfinu, afneita öllu sem þeir telja að geti gert þá háða á einhvern hátt. Þessu hefur verið lýst sem „samblandi af ófullnægju og andstyggð á að gera nokkuð sjálfur, þrá en þverrandi getu til að skilgreina þessa þrá, tómleikatilfinningu, at- hafnalausri bið gegn voninni um, að umheimurinn fullnægi þörfum manns fyrir okkur, brenglað tíma- skyn, þar sem tíminn sýnist standa kyrr. ’ ’ Með öðrum orðum má lýsa leið- indum sem gleðisnauðum sljóleika. Framámaður í skólamálum telur, að það séu fyrst og fremst þeir nemend- ur, sem skortir sjálfstraust, sem berjast við að sýnast óháðir. ,,Með því að láta alla sjá, að „þetta kemur mér ekki við” komast þeir upp með að vera aðeins áhorfendur og fylgjast með úr fjarska, án þess að eiga á hættu að þurfa að leggja nokkuð af mörkum sjálfir. Það cr þeirra besta og auðveldasta vörn.' En hvers vegna aukast leiðindin í hlutfalli við alla þá spennu, sem lífið býður upp á nú til dags? í fyrsta lagi gerum við meiri kröfur til lífsins en forfeður okkar gerðu. Við hin ein- földu lífskjör fyrr á tímum tóku menn vissum leiðindum eins og hverju öðru hundsbiti. I skólanum voru nemendurnir látnir læra löng kvæði utan að, og fólk sat í kirkjunum undir endalausum lang- hundsræðum prestanna. Það var boðið upp á afþreyingu einu sinni á ári en ekki hverja mínútu sólarhrings- ins eins og núna, og vinnuvikan var 60—80 stundir eða meira, en ekki bara 40 eins og hjá okkur. Nú til dags skynja menn leiðindin sem eitthvað óþolandi, eitthvað, sem verður að fjarlægja annað hvort með því að snúa takka eða gleypa pillu eða þjóta af stað í bíl. Samtímis sljógva þær allsnægtir, sem við höfum komið okkur upp, tilfinningar okkar og við verðum næmari fyrir leiðind- um. Að undanteknum börnum mjög fátækra foreldra eða þeim, sem fá sérstaklega strangt uppeldi, þurfa krakkarnir nú á dögum ekki að bíða ýkja lengi eftir reiðhjólinu, stereó- græjunum eð segulbandstækinu, sem þeim finnst alger forsenda lífsins. En það, að horfa fram til einhvers, sem maður óskar sér mjög heitt, er eitt hið besta í lífinu, og þeir, sem fara á mis við gleði tilhlökkunarinnar, eru í rauninni fátækir mitt í allsnægt- unum. Þessi vandi stmgur víða upp kollinum. I skólanum flytjast latirog duglausir nernendur næstum sjálf- krafa upp í næsta fiekk. Biðillinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.