Úrval - 01.06.1976, Page 16

Úrval - 01.06.1976, Page 16
14 URVAL jakar af öllum stærðum rekast á og molna á leið sinni ofan ána. Sums staðar hrannast xstinn upp og myndar uppistöðulón með straumiðum, þar sem leiftrar á gullinn vatnakarfa. Þegar allir hafa svo fengið að bragða fyrsta fisk ársins, er ísinn horfinn og fljótið streymir lyngt og jafnt, spegilslétt. Flekar og flatbyttur eru settar á flot. Nú má aftur sigla á Gulafljóti. Allt þar til sumarið kemur til fulls verður gagngerð umbreyting á nátt- úrunni. Plómu- og perutrén springa út og verða alskrýdd blómum, vínviðurinn skríður til allra átta. Þegar maður stendur á borgarmúrn- um umhverfis Kwei-sui og horflr út yfír akrana, er engu líkara en þeir hafi verið þaktir með teppi með margvíslegu munstri, og litadýrðin er ólýsanleg. Fisléttir reklar og skjálf- andi espilauf dansa í mildu vorloft- inu og sviffræ elmitrjánna svífa niður og leggjast í dyngjur. Þúsundir kúa, úlfalda og hesta eigra um slétturnar og úða í sig grængresinu. Fólkið setur niður kartöflur og sáir til grænmetis. Þegar líður á daginn verður sólin hlýrri og um hádegis- leytið eru karlarnir komnir úr loðúlp- unum og láta sólina skína á beygð bökin. „Skinn að morgni, léreft um hádaginn,” segir gamalt spakmæli. „Sólin er klæði þín og himinninn þak þitt.” Nú eru allsnægtir af kúamjólk og geitamjólk, af fiski og grænmed. Aftur flnnur fólkið þrótt sinn og fyllist nýjum móði. Afkoma þess allt árið stendur og fellur með vorinu, og þess vegna leggur fólkið alla sálu sína í vorvinnuna. ,,Ein mínúta að vori er VOR VID GULAFLJÖT 15 þúsund gullpeninga virði,” segir spakmælið. Nú eru yfir tíu ár, sfðan ég yfirgaf þessar slóðir, og leið mín hefur legið langt burtu. Ég hef orðið vitni að heillandi fegurð vorsins í skógunum miklu og séð flug svalanna undir brennandi suðurhimninum. Samt minnist ég vorleysinganna á hverju ári og ilmsins af votum víðirunnum. Bara ef ég gæti sent kveðju með vindinum, sagt hafinu, að nú sé ég fullsaddur af blómum suðursins og þreyttur á framandi siðum og tungu. Ég er sonur norðurslóðanna. Bara ef ég gæti enn einu sinni gengið yfir víðáttumiklar grasslétturnar norður þar, séð þögul fjöllin teygja sig til himins og loks lagst til hinstu hvíldar við Gulafljót. ★ „ATLANTIS” í KASPÍHAFI. Meðal íbúa á strönd Kaspíahafs hafa gengið frá kynslóð til kynslóðar sagnir um bæ, sem eitt sinn sökk í hafið. Þessi þjóðsaga hefur lcngi vakið áhuga vísindamanna, og leit fornleifafræðinga leiddi til þess í fyrra að á hafsbotninum fannst steinmúr. I ljós kom, að þarna var um að ræða akkerislægi, enda fundust þar bæði málm- og steinakkeri. Frekari rannsókir hafa sýnt, að mörk þessa týnda „Atlantis” teygjast 7 kílómetra frá norðri til suðurs. Þarna hafa fundist ymsir húsmunir svo og silfur og bronspeningar frá 12. og 13 öld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.