Úrval - 01.06.1976, Síða 21
SKOTBARDAGI /HLÖÐUNNI
augun og svaraði ofurrólega: ,,Það
verður tekið á móti ykkur.”
Eftir kvöidmatinn heima hjá Frosty
flýttum við okkur að gera hernaðar-
áætlun morgundagsins. Frosty lýsti
því yfír, að honum gætist ekki að
líkunum fyrir okkur, tvo á móti
fíórum, og stakk upp á að við réðum
okkur malaliða. Ekki em þetta þó
hans óbreyttu orð. Hann sagði
raunar: ,,Við skulum gá hvort við
getum mútað Waldó. ” Waldó var 12
ára, og stundum hjálpaði hann
pabba sínum í sögunarmyllunni. Og
hann hafði krafta í kögglum.
Við höfðum aðeins tveggja tíma
dagsbirtu til að ráða okkur liðsauka.
Ég sat út á hlið á stönginni á gamla
hjólræksninu hans Frostys, meðan
hann geystist áfram upp eftir holótt-
um veginum heim til Waldos. En svo
kom í ljós, að Waldó átti að hjálpa
pabba sínum allan laugardaginn.
Við flýttum okkur til Petes Full-
bright, og gekk skár þar. Við réðum
Pete og tvo aðra: Eskimóann, frænda
Petes, sem eyddi vasapenmgum sín-
um, tveim sentum á viku, í eskimóa-
búðing, og Bluegill Turner, eina
strákinn, sem ég hef kynnst nógu