Úrval - 01.06.1976, Page 26
24
ÚRVAL
á sína ákveðnu stundarskrá er það, að
hjá fæðingarlæknum er aðal anna-
tíminn um miðnætti, en þá ,,vilja”
einmitt flest börn fæðast. Sérfræð-
ingar tengja þetta þeirri staðreynd,
að um miðnætti örvast starfsemi
aftari hluta skjaldkirtilsins og fram-
leiðir hormón, sem kallast oxytocin,
en það hefur áhrif á samdrátt
móðurlífsins.
Meltingarvökvar fara líl^a eftir ná-
kvæmu tímakerfi, og ná hámarki um
miðjan vökutímann. Þess vegna
mæla læknar með því, að 50—60%
fæðunnar sé neytt fyrir klukkan
fjögur á daginn. Á kvöldin er
framleiðsla meltingarvökvanna í lág-
marki og stöðvast að kalla yfír
nóttina. Þess vegna ætti enginn að
borða kjöt, feitan eða kryddaðan
mat, sem krefst starfsemi meltingar-
færanna, rétt áður en hann gengur til
hvílu.
UGLUR OG LÆVIRKJAR.
Rannsókn á , Jífklukkum” fjölda
einstaklinga gerði kleift að gera grófa
skiftingu á fólki í ..lævirkja” og
,,uglur.” Lævirkjarnir sofan snemma
og vakna snemma og eru t fullu fjöri
fyrri hluta dagsins. Ugiurnar sofna
ekki fyrr en eftir miðnætti og eiga
erfitt með að vakna á morgnana, því
þá er þeirra tími til að sofa fastast.
Þettafólk hefur mestastarfsorku síðari
hluta dags. Þctta ber þó ekki að
skoða þannig, að uglur geti ekki
unnið á morgnana, heldur einfald-
lega að mesta starfsgeta þeirra er síðar
á deginum, öfugt við lævirkjana.
Flestir einstaklingar geta ,,lagað”
klukku sína, ef svo má segja, og vanið
sig við annan vinnu- og hvíldartíma
en þeim er raunverulega eiginlegur.
Þannig verða tveir hámarks afkasta-
tímar yfir daginn, annar frá 9-1 á
morgnana, en hinn frá 5—8.
Framhaldandi rannsóknir á líf-
klukkunni munu leiða til þess, að
hægt verður að meta hámarks starfs-
orkutíma hvers og eins. Þá verður
einnig hægt að haga svo til, að
erfíðustu og ábyrgðarmestu störfín
séu leyst af hendi á þeim tímum, sem
líkami og sál hafa mesta orku.
Á síðari árum hafa löng geimflug
leitt margt nýtt í ljós í sambandi við
,,líftaktinn”. Vísindamenn hafa get-
að þróað starf geimfaranna þannig,
að það falli sem næst hápunktunum í
starfsorku þeirra. Nú er verið að
fullkomna þetta enn betur.
Vísindamenn hafa líka sýnt greini-
lega fram á, að það er samband milli
líftaktsins og mótstöðuafls líffæranna
'gegn margs konar skaðlegum áhrif-
um. í Ijós hefur komið, að sjúkdómar
hafa orðið margfalt verri í dýrum,
sem sýkt hafa verið að nóttu, heldur
en þeim, sem sýkt hafa verið
nákvæmlega á saman hátt að degi til•
Læknar og læknalið hafa fyrir löngu
veitt því athygli, að slæm köst af
mörgum sjúkdómum koma miklu
oftar að nóttu. Það er ekki tilviljun,
að flestar skurðaðgerðir, nema þær
sem enga bið þola, eru gerðar að