Úrval - 01.06.1976, Page 28
26
Orval
Sólríkt, brosandi landið, sem ferðamenn
þekkja, breyttist á fáeinum ttmum í beljandi
syndaflóð, sem flutti með sér dauða og
eyðileggingu.
FLÓÐBYLGJAN í
COSTA DEL SOL
— Charles Parmiter —
*
*
*
*
Þ
/FC/lwÍN/tw
að hófst með því, að
kaldir loftstraumar frá
Norðuratlantshafi söfn-
uðust saman utan við
suðurströnd Spánar. Þeir
gerðu næturnar svalar og boðuðu
komu haustsins. Austanáttin haml-
aði á móti kuldaskilunum, og hún
tók að soga í sig rakann frá hlýjurn
sjónum. Rakt uppstreymi myndaði
skýjabelti, sem strókaðist upp í
minnst tíuþúsund metra hæð með-
fram öllum kuldaskilunum. Inni í
skýjunum nauðaði vindur, sem geyst-
ist með 40 sekúndumetra hraða, og
eldingarnar blikuðu. Og nú knúði.
austanvindurinn þessa smáfellibylji í
áttina að sandströndum Costa del Sol
og 3400 metra háum fjöllunum,
Sierra Nevada.
í La Rábita, litlum. fallegum bæ
með 2000 íbúum um 150 kílómetra
austur af Malaga, fagnaði fólkið,
þegar fór að rigna morguninn 18.
október 1973. Undanfarna sex mán-
uði höfðu aðeins komið tvær stuttar
skúrir, sem varla voru þess umkornn-
ar að gera rákir í rykið á framrúðum