Úrval - 01.06.1976, Page 29
FLOÐBYLGJANI COSTA DEL SOL
27
langferðabílanna, sem stóðu fyrir
utan hótel Los Conchas. Nú var búið
að loka hóteiinu og allir ferðamenn-
irnir farnir, nema ungt, franskt par,
sem bjó í stationbíl á bökkum La
rambla de Albunol, uppþornaða
farveginum, sem bugðaðist umhverf-
is bæinn og opnaðist til sjávar í
austri.
La rambla, sem sums staðar er
meira en fimmtíu metrar á breidd og
sjö á dýpt, er aðeins einn af mörgum
vatnsfarvegum, sem þurrka jarðveg-
inn og taka við afrennsli rigningar og
hláku. Mestan hluta ársins er mjög
lítið eða ekkert vatn í La rambla. Svo
langt aftur, sem fólkið vissi, hafði La
rambla aldrei flætt yfir bakka sína.
Og þetta fimmtudagssíðdegi gat
heldur enginn ímyndað sér, að til
flóðs myndi koma. Þótt rignt hefði
allan fyrri part dagsins var aðeins
hálfs meters djúpt vatn í La rambla. í
krám bæjarins, fimm eða sex að tölu,
söfnuðust bændurnir saman til að
skála fyrir regninu, sem þeir höfðu
þráð svo lengi. Sérstakir hæfíleikar
þeirra til að lokka afurðir úr lítið
frjósamri jörð héraðsins, langt fram