Úrval - 01.06.1976, Síða 30
28
URVAL
efcir hausti, höfðu fært héraðinu
viðurnefnið „Vetrargarður Evrópu.”
Kartöflurnar þaðan voru á borðum
manna í Þýskalandi, tómatar og
agúrkur voru sendar til Englands og
snittubaunir til Frakklands.
í bar Paco Rodriguez voru menn í
góðu skapi. Einn bændanna, sem
stóð úti í dyrum, kom auga á eiganda
bílaverkstæðis bæjarins, Francisco
Rodrigo. ,,Komdu og fáðu þér glas
með okkur,” hrópaði bóndinn. ,,Ég
get það ekki,” svaraði Francisco, sem
bjó með konu sinni og sjö börnum í
nýrri blokk niðri á farvegsbakkanum.
,,María bað mig að koma snemma
heim I kvöld til að horfa á eitthvað í
sjónvarpinu með sér.”
En María Rodrigo fékk aldrei að sjá
þá sjónvarpsdagskrá. Um níuleytið
sama kvöld jókst regnið og öll ljós
slokknuðu í bænum. „Stormurinn
öskraði,” sagði Paco Rodriguez.
„Það rigndi og var hagl samtímis, og
utan frá La rambla heyrði maður
vatnsniðinn.” Um miðnættið urðu
hljóðin enn fjölbreyttari, þá bættust
við neyðaróp manna, sem flóðið
náði.
Af hæðardragi ofan við bæinn
starði Juan Miguel Martín niður á
fjölbýlishúsið, þar sem Rodrigohjón-
in bjuggu og ellefu fjölskyldur aðrar.
Freyðandi hvítur vatnsflaumur ólgaði
allt umhverfis húsið, ogjuan sá hóp
af fólki í náttfötum, sem sat hjálpar-
laust á þakinu. „Það hrópaði á
hjálp,” sagði hann. „En enginn gat
gert neitt, ekki einu sinni með báti.”
Umferðin á strandveginum til La
Rábita stöðvaðist næstum alveg,
þegar bílstjórarnir reyndu að aka
bílnum sínum gegnum hnédjúpan
flauminn. Breskur ferðamaður,
George Gage, sem var á leið frá
Malaga til Almerá, var einn þeirra,
sem króaðist inni í bílalestinni eftir
miðnættið. Þegar hann sá einn
bílanna, með belgískum númerum,
taka sig út úr röðinni og snúa aftur ti!
Malaga, fór Gage að dæmi hans. Sú
skyndiákvörðun hefur sennilega
bjargað lífi hans.
Fréttin um flóðið fór eins og eldur
í sinu um La Rábita. Paco Rodriguez
fór í buxur utan yfir náttfötin og
öslaði gegnum barinn út í framdyrn-
ar. Hann sá, að gatan var full af
hlaupandi fólki, sem hrópaði: „Upp
I fjöllin! ’ ’ Margir þyrptust inn í hótel
Las Conchas og leitaði sér hælis á
efstu hæðunum eða á þakinu. Aðrir
klöngruðust upp bratta brekkuna að
kirkjugarði bæjarins og létu fyrirber-
ast undir legsteinunum.
I fátækrahverfinu umhverfis Calle
de Castillos vaknaði landbúnaðar-
verkamaðurinn Rafael Martín við
gnýinn, þegar La rambla braust yfír
bakka sína. Hinn skeggjaði, fílsterki
Rafael (ókrýndur konungur bæjarins
í „sjómanni”) greip stiga og óð frá
húsi til húss, lumbraði í útidyrnar og
hrópaði: „Vaknið, það er komið
flóð!” Karlar, konur og börn veltust
hálfsofandi út á dimmar göturnar,
sem vatnið rann um. Martín leiddi
hópinn upp á holtið bak við hverfið