Úrval - 01.06.1976, Page 39
37
^Úrvalsljóö
Jakobína Johnson.
JÚ, ÉG HEF ÁÐUR UNNAÐ.
Jú, ég hef áður unnað — en aldrei svona heitt.
Ég veit ei veðrabrigði — og verð ei framar þreytt.
Jú, ég hef áður unnað, en aldrei svona heitt.
Því ef ég sé hann sofna, með sælufrið um brá,
þá kýs ég alla ævi þann yndisleika að sjá.
— Og vofum veruleikans ég vildi bægja frá.
En aftur ef hann vakir, og augun dökk og skær,
með brosi trausts og blíðu allt blessa nær og fjær,
þá langar mig þau lýsi eins lengi og hjartað slær.
Og er hann leggur arma með ástúð mér um háls,
og mjúkur vangi vermir — þá vaknar sál mín frjáls,
að syngja’ um ást og yndi, þó oft sé varnað máls.
Og ef hann mælir: „mamma” — þá man ég ekki neitt,
nei, ekkert sem mér amar, og er ei vitund þreytt.
— Jú, ég hef áður unnað — en aldrei svona heitt.