Úrval - 01.06.1976, Side 43
40
URVAL UNDRAMÁTTUR PÍRAMÍTANS
41
Sumir telja, að píramítar búi yfir krafti til að
varðveita matvœli óskemmd og bæta heilsu
manna. Hver er sannleikurinn bak við þetta?
UNDRAMÁTTUR
PÍRAMÍTANS
Encyclopedia Brittanica segir að
Keopspíramítinn sé ,,ef til vill mikil-
fenglegasta bygging, sem maðurinn
haft reist.” í honum eru 2.300.000
steinar, hvei um sig höggvinn með
nákvæmni, sem sómt gæti nútíma
tæknivísindum. Talíur og vindur
voru óþekkt fyrirbæri á dögum Keops
(ca. 2900—2877 f. Kr.) og menn
hafa komið fram með margar tilgátur
um, hvernig hægt hafí verið að reisa
annað eins mannvirki á þessum tíma.
Jafnvel hafa komið fram uppá-
stungur um hjálp utan úr geimni m.
En hvernig sem egyptarnir fóru að
þessu, er sú staðreynd deginum
Ijósari, að þeim tókst að koma upp
píramítanum, sem var yfir 146
metrar á hæð, þótt veður og menn
hafí leikið hann svo, að hann er núna
ekki nema um 140 metrar. Hver hlið
er nákvæmlega 232,11 metrar að
lengd neðst, og hver hlið hefur
nákvæmlega 51° halla. Hliðarnar
snúa næstum nákvæmlega í höfuð-
áttirnar.
í mörg ár hafa menn reynt að
tileinka píramítanum margháttaða
*
* * Þ *
* *
eir, sem halda því fram,
að píramítar búi yfir
undursamlegum töfra-
mætti, halda því fram,
að píramítakrafturinn
geti allt, frá því að vrrðvJta kjöt
óskemmt upp í að bæta kynlífið.
Þessi máttur getur skerpt rakvélar-
blöð, segja þeir, gert gott vín ennþá
betra, aukið frjómagn fræsins, geymt
nýmjólk óskemmda læknað kvilla
líkamans, aukið kynorku og yfirleitt
aukið á vellíðan af hverju tagi sem er,
segja þeir. Vissulega hefur þetta ekki
verið vísindalega sannað ennþá og
sumir telja þetta allt tóma bábilju.
Hitt er þó rétt og satt, að
píramítar, og þá sérstaklega Keops-
píramítinn, hafa valdið grúskumm
og vísindamönnum miklum vanga-
veltum. Þótt þessi píramíti hafi verið
reistur sem grafhýsi, að því er virðist,
er engin sönnun fundin fyrir því, að
nokkurn tíma hafi komið lík í það.
— Endursagt út Science Digest