Úrval - 01.06.1976, Síða 51

Úrval - 01.06.1976, Síða 51
LITLA GULA NÍJTÍMAHÆNAN víSK'víSkvíí að vareinu sinni lítil, gul - || hæna, sem rótaði í ýí hænsnagarðinum, þar til hún fann nokkur hveiti- fræ. Hún kallaði á ná- * * m granna sína og sagði: ,,Ef við sáum hveitifræjunum, fáum við brauð að borða. Hver vill hjálpa mér að sá því? „Ekki ég,” sagði kýrin. „Ekki ég,” sagði öndin.. „Ekki ég,” sagði svínið. „Ekki ég,” sagði gæsin. „Þá geri ég það,” sagði litla, gula hænan, og hún gerði það. Hveitifræið óx og þroskaði gullið hveitikorn. „Hver vill hjálpa mér að þreskja hveitikornið mitt?” spurði litla, gula hænan. „Ekki ég,” savaraði öndin. „Ekki í mínum verkahring,” svar- aði svínið. „Það er ekki fyrir fínar dömur,” svaraði kýrin. „Ég myndi tapa atvinnuleysi- styrknum,” svaraði gæsin. „Þá geri ég það,” svaraði hænan, og hún gerði það. Þá var komið að því að baka brauðið. „Hver vill hjálpa mér að baka brauðið?” spurði, litla gula hænan. „Það yrði í yfirvinnu hjá mér,” svaraði kýrin. „Ég missi tryggingabæturnar,” svaraði öndin. „Ég féll í skóla og veit ekki hvernig á að gera það,” svaraði svínið. 49 „Ég myndi skera mig úr, ef ég væri sú eina, sem hjálpaði til,” svaraði gæsin. „Þá geri ég það,” svarað litla, gula hænan. Hún bakaði fimm brauð og hélt þeim uppi, svo nágrannarnir gætu séð þau. Þeir höfðu allir lyst á brauðunum — og kröfðust reyndar að fá hluta af þeim. En litla, gula hænan sagði: „Nei, ég get étið þau öll sjálf.” „Óhófsgróði,” æpti kýrin. „Auðvaldsblóðsuga,” öskraði öndin. „Ég heimta jafnrétti,” hrópaði gæsin. Svínið rumdi. Svo flýttu þau sér að mála „ÓRÉTTLÆTI” á spjald, þrömmuðu um mað það og æptu vígorð. Þá kom umboðsmaður stjórnar- innar og sagði við litlu, gulu hænuna. „Þú mátt ekki sýna græðgi.” „En ég vann fyrir brauðinu,” svaraði litla, gula hænan. „Alveg rétt,” svaraði umboðs- maðurinn. „Þetta eru dásemdir frjálsa framtaksins. Ailir í hlöðugarð- inum geta unnið eins mikið og þá lystir. En samkvæmt reglum stjórnar- innar verður duglegur verkamaður að skipta framleiðsluarðinum milli iðju- leysingjanna. ” Og svo lifðu þau hamingjusömu lífi upp frá því. En litla, gula hænan bakaði ekki framar brauð, og ná- grannar hennar undruðust það. ★
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.