Úrval - 01.06.1976, Side 52
50
ÚRVAL
Enginn festi trúnað a, að það myndi nokkru
sinni verða fullgert, og hinn danski höfundur
þess varð að hrökklast frá því eftir deilur við
stjórnina, en nú stendur það þar — hin
stórkostlega óperuhöll í Sydney.
ÓPERUHÖLL UTZONS
— Maurice Shadbolt —
A\ /I\ ‘A\
*
*
*
*
✓K
*
*
Þ
að hefur verið kailað
„ófullgerða synfónían”;
aðrir hafa kallað það
„steypuúlfaldann” og
enn aðrir „danska baka-
ríistertu.’' Höfundurinn sjálfur áleit
það vogunarspil, ,,á jöðrum hins
mögulega,” og fyrir það fé, sem í
það fór, hefði mátt reisa Taj Mahal
tuttugu sinnum.
En hið virðulega dagblað Times í
London hefur sæmt húsið tignarheit-
inu „bygging aldarinnar,” og þegar
maður sér þessi hvítu segl þenjast yfir
sólglitrandi bylgjum hafnarinnar,
þetta stórkostlega hugarflug, sem er
eins og það svífí á sænum — já, þá
fer ekki hjá því, að maður spyrji
sjálfan sig, hvort Sidney hafí yfirleitt
haft nokkurn svip, áður en höllin
kom til skjalanna.
Draumurinn um óperuhöll fór að
taka á sig mynd strax eftir heims-
styrjöldina síðari, þegar hinn mikil-
hæfí enski stjórnandi, Eugene Goos-
sens, kom til borgarinnar til að gera
synfóníuhljómsveit Sidney að ,,einni
af stærstu hljómsveitum veraldar.”
Lífsorka Goossens smitaði frá sér.
Þegar hann ræddi um þörfina á