Úrval - 01.06.1976, Síða 53
ÖPERUHÖLL UTZONS
51
Anddyrið gefur fyrirheit um það, sem inni fyrir er.
föstum miðpunkti fyrir tónlist og
leiklist í Sydney, sperrtu meira að
segja pólitíkusarnir eyrun. ,,Við
verðum að hafa komið okkur upp
óperuhöll innan fimm ára,” til-
kynnti Goossens árið 1948. Hann
hafði meira að segja fundið höllinni
stórkostlegan stað — Bennelong
Point, sögulegan tanga, sem um-
luktur er sævi á þrjá vegu, en á fjórða
veginn liggur að honum lystigarður.
En fimm ár? Þau áttu eftir að verða
tuttugu og fimm, áður en þessi
draumur varð að veruleika. Og
Goossens var einn þeirra dreymenda,
sem ekki lifði nógu lengi til að sjá
drauminn rætast.
Næsta aðalpersóna 1 þessu drama
var verkamannaflokksforinginn Joe
Cahill, sem varð forsætisráðherra í
New South Wales árið 1952. Cahill
gaf þá yfirlýsingu, að óperuhöllin í
Sydney ætti að verða borginni til
sóma. Tíu árum og minnst 30
milljónum ástralskra dollara
(6.780.000.000.- ísl. kr) seinna varð
hneykslið varðandi ófullgerða óperu-
höllina til þess að koma flokki Cahills
úr stjórn, eftir að hann hafði farið
með völdin óslitið 24 ár. Sydney var
blómstrandi borg, geislandi af hreysti
og velferð, og Bennelong Point varð
vettvangur þess, sem átti eftir að
verða eitt stórkostlegasta leikspil
aldarinnar á sviði byggingarlistar.
Fyrsti þáttur. Stofnað var til
alþjóðlegrar samkeppni með 10 þús-
und áströlskum dollurum
(2.236.000.- ísl. kr.) í fyrstu verðlaun
fyrir tillögu að óperuhöll. Alls bárust
233 tillögur frá 32 löndum. Dómar-
arnir voru ástralskir utan tveir, sem
voru erlendir, og þeirra á meðal var
hinn skjótráði, hugmyndaríki finnski
arkitekt Eero Saarinen. Hann mætti