Úrval - 01.06.1976, Side 57

Úrval - 01.06.1976, Side 57
ÖPERUHÖLL UTZONS 55 lið, um seinkunina og um duglausa verkstjórnina. Davis Hughes, ráð- herra um mál opinberra starfsmanna, skar upp herör móti Utzon og réðist á kostnaðinn, jafnhiiða því, að hann stakk upp á breytingum. Daninn bauðst til að draga sig í hlé. Hann gerði það í trausti þess, að því yrði hafnað, en Hughes þáði það þegar í stað. Allt ætlaði um koll að keyra í Sydney af þessum sökum. Ævareiðir Utzonsinnar létu svívirðingarnar dynja á Hughes frá áheyrendapöll- unum í þinginu, en pólitíkusarnir rifust, svo minnstu munaði að neistaflugværi milliþeirra. Arkitektar um allan heim sendu mótmæla- skeyti. Þúsundir Utzonsinna fóru með kröfuspjöld um götur Sydney. Óperuhöllin var mesti viðburður allra tíma í Sydney, og nú átti að sparka höfundi hennar! Utzon og Hughes hittust leynilega á mótelherbergi. Hughes hélt því til streitu, að hópur arkitekta skyldi fullgera húsið, og að Utzon yrði aðeins einn af þeim hópi. Utzon vildi ekki ganga að þessu, og í apríl 1966 yfirgaf hann Sydney fyrir fullt og allt. Þetta voru sorgleg örlög listamanns, sem hafði steypst út í verk, sem hann var ekki tilbúinn til að takast á hendur. Þriðji þáttur. Hughes skipaði þrjá ástralska arkitekta til að fullgera bygginguna — þeirra á meðal Peter Hall, sem var litríkur persónuleiki og einn af aðdáendum Utzons. Vinnu- teikningar Utzons að höliinni voru heldur óljósar. Mörg smáatriðin hafði hann aðeins í höfðinu og tók þau með sér, þegar hann fór. Þess vegna dró nú úr byggingarhraðanum, nema á teikniborðunum. Opinberlega var nú talið, að óperuhöllin yrði tilbúin 1970 og myndi kosta um 55 milljónir ástralíudoliara. En það var ekki fyrr en 1969, sem byggingarhraðinn varð eðlilegur aftur. Nýju teikningarnar voru að 2800 sæta tónleikasal, 1500 sæta sal fyrir óperu- og leiksýningar og annar minni með 550 sætum fyrir leikrit, og fleiri sali fyrir æfingar, upptökur og útstillingar. Loks var hægt að fastákveða vígslu- daginn: 20. október 1973. Og hver var þá hinn endanlegi byggingar- kostnaður: Jú, hann varð 102 milljónir ástralskra dollara (22.807.- 200.000 ísl. kr.). Enn varð uppi fótur og fít í Sydney. „Mesta óperan,” æptu blöðin. „Sydney iifir sinn stærsta dag — aiiur heimurinn fylgist með atburðunum.” Miðar á vígsluhátíð- inar — þar sem Elísabet drottning var væntanleg meðal annarra — fóm allt upp í þrjátíuþúsund krónur á svört- um markaði. Hundruð smábáta hnöppuðust í höfnina, herflugvélar flugu í 'oddafylkingu yfir höllina, sleppt var 60 þúsund alla vega litum blöðrum og flugeldar fyrir sjö milljónir króna lýstu upp borgina. Aðeins eitt skorti á Jorn Utzon hafði afþakkað boð um að koma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.