Úrval - 01.06.1976, Side 57
ÖPERUHÖLL UTZONS
55
lið, um seinkunina og um duglausa
verkstjórnina. Davis Hughes, ráð-
herra um mál opinberra starfsmanna,
skar upp herör móti Utzon og réðist á
kostnaðinn, jafnhiiða því, að hann
stakk upp á breytingum. Daninn
bauðst til að draga sig í hlé. Hann
gerði það í trausti þess, að því yrði
hafnað, en Hughes þáði það þegar í
stað.
Allt ætlaði um koll að keyra í
Sydney af þessum sökum. Ævareiðir
Utzonsinnar létu svívirðingarnar
dynja á Hughes frá áheyrendapöll-
unum í þinginu, en pólitíkusarnir
rifust, svo minnstu munaði að
neistaflugværi milliþeirra. Arkitektar
um allan heim sendu mótmæla-
skeyti. Þúsundir Utzonsinna fóru
með kröfuspjöld um götur Sydney.
Óperuhöllin var mesti viðburður allra
tíma í Sydney, og nú átti að sparka
höfundi hennar!
Utzon og Hughes hittust leynilega
á mótelherbergi. Hughes hélt því til
streitu, að hópur arkitekta skyldi
fullgera húsið, og að Utzon yrði
aðeins einn af þeim hópi. Utzon vildi
ekki ganga að þessu, og í apríl 1966
yfirgaf hann Sydney fyrir fullt og allt.
Þetta voru sorgleg örlög listamanns,
sem hafði steypst út í verk, sem hann
var ekki tilbúinn til að takast á
hendur.
Þriðji þáttur. Hughes skipaði þrjá
ástralska arkitekta til að fullgera
bygginguna — þeirra á meðal Peter
Hall, sem var litríkur persónuleiki og
einn af aðdáendum Utzons. Vinnu-
teikningar Utzons að höliinni voru
heldur óljósar. Mörg smáatriðin hafði
hann aðeins í höfðinu og tók þau
með sér, þegar hann fór. Þess vegna
dró nú úr byggingarhraðanum, nema
á teikniborðunum. Opinberlega var
nú talið, að óperuhöllin yrði tilbúin
1970 og myndi kosta um 55 milljónir
ástralíudoliara. En það var ekki fyrr
en 1969, sem byggingarhraðinn varð
eðlilegur aftur. Nýju teikningarnar
voru að 2800 sæta tónleikasal, 1500
sæta sal fyrir óperu- og leiksýningar
og annar minni með 550 sætum fyrir
leikrit, og fleiri sali fyrir æfingar,
upptökur og útstillingar.
Loks var hægt að fastákveða vígslu-
daginn: 20. október 1973. Og hver
var þá hinn endanlegi byggingar-
kostnaður: Jú, hann varð 102
milljónir ástralskra dollara (22.807.-
200.000 ísl. kr.).
Enn varð uppi fótur og fít í
Sydney. „Mesta óperan,” æptu
blöðin. „Sydney iifir sinn stærsta dag
— aiiur heimurinn fylgist með
atburðunum.” Miðar á vígsluhátíð-
inar — þar sem Elísabet drottning var
væntanleg meðal annarra — fóm allt
upp í þrjátíuþúsund krónur á svört-
um markaði. Hundruð smábáta
hnöppuðust í höfnina, herflugvélar
flugu í 'oddafylkingu yfir höllina,
sleppt var 60 þúsund alla vega litum
blöðrum og flugeldar fyrir sjö
milljónir króna lýstu upp borgina.
Aðeins eitt skorti á Jorn Utzon hafði
afþakkað boð um að koma.