Úrval - 01.06.1976, Side 59
57
^Viltu auka orðafbrÖa þimj?
Hér á eftirfara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því að finna
rétta merkingu.
1. að luntast: að sýna undirferli, að læðast, að drattast, að mögla, að
mótmæla, að hreyta ónotum í e-n, að vera fýldur.
2. kröggur: farangur, dót, mergð, klípa, þröngur, tæpur, fjárhags-
örðugleikar.
3. vífilengur:undanbrögð, hávaxnar konur, aððdróttanir, málalengingar,
ásakanir, afsakanir, mjóar leðurólar.
' bilbugur: kjarkur, þrjóska, undanlátssemi, seigla, þol, kröpp sveigja,
hugleysi.
5. atgervi: dularbúningur, uppgerð, tilgerð, aðstoð, miklir hæflleikar,
ráðstöfun, hörð viðureign.
6. fláráður: óákveðinn, einbeittur, úrræðagóður, falskur, úrræðalítill,
ótrúr, ráðríkur.
7. að krökta: að slóra, að skaka, að skakklappast, að slæpast, að hristast, að
vera fullur af, að vera í vandræðum.
8. gætrur: blíðuhót, kjass, leikir barna, blíðmælgi, varkárni, eftirlit,
athygli.
9. brekán: gólfrenningur, motta, gólfteppi, afbrot, hrekkur, stríðni,
ofin rúmábreiða.
10. kringilfættur: hjólbeinóttur, útskeifur, innskeifur, skrefstuttur, skref-
langur, leggjalangur, leggjastuttur.
11. grjúpán: þjófur, ábreiða, korn, fugl, bjúga, verkfæri, ílát.
12. þrimill: fjandi, hávaði, gnýr, brún, hart ber eða þykkildi undir húðinni,
hrúður, sár.
13. að narta: að hjara, að deyja, að gabba, að gera gys að, að lifa eymdar-
lífi, að kroppa, að tala illa um e-ð.
14. að hnjáta 1 e-n: að stugga við e-m, að hrósa e-m, að formæla e-m,
að skensa e-n, að biðja e-n e-s, að hjálpa e-m, að hindra e-n í að
gera e-ð.
15. óráðsía: það að vera ekki með fullri rænu, ímyndun, eyðslusemi,
hugarburður, ærsl, uppgjöf, fyrirhyggjuleysi. Svörábls. 128.