Úrval - 01.06.1976, Qupperneq 65
TlÐABRIGÐl KARLMANNA
63
undir sálrænu álagi eða sjúkur í sjálfu
sér, svo sem af efnavöntun af öðru
tagi. 3. Kirtlarnir sjálfir hlýða ekki
fyrirmælum um eðlilega framleiðslu.
„Framleiðið!” segir skjaldkirtill-
inn og sendir nóg af gonadotropini
til kirtlanna. „Við getum það ekki,”
segja þeir. ,,Við erum gamlir og
lúnir.” Þessi þriðja ástæða, segir
Kupperman, er eina ástæðan sem
kalla má raunveruleg „tíðaþrigði”
f karlmannsins. Og við henni dugar
lyfjameðferð.
★
Fyrir skömmu sá ég glöggt dæmi þess hvernig riddaramennska og
jafnrétti getur haldist hönd í hönd. Það var í úrhellisrigningu og ég
hafði komið mér í skjól, þar sem ég beið eftir að stytti upp. Skammt frá
mér á auðum veginum sá ég laglegan ungan mann sem hélt
regnhlífinni sinni yfír ungri stúlku, á meðan hún var að skipta um
dekk á bílnum sínum.
R.M.
Margir sundfuglar, sem dveljast í Rússlandi yfir sumartímann, hafa
stytt sér leiðina til og frá vetursetustöðvum sínum í suðri um nálega
helming. Á leið sinni yfir hina voldugu Karakum eyðimörk i
Mið-Asíu hafa þeir komist að raun um, að hinn nálega 1000 km. langi
skurður, sem iiggur í gegn um Turkminíu, er mjög vel fallinn til
nokkurra daga eða nokkurra vikna dvalar. Um það bil 300 þúsund
fuglar dveljast við skurðinn yfír veturinn og í grennd við hann, þar sem
ailar aðstæður hafa gerbreytst. Þarna er um að ræða stóra flokka af
gæsum, svönum og silfurhegrum.
Ég hafði loksins komið auga á dragkistu í forngripaversluninni,
alveg eins og þá, sem mig hafði svo lengi langað til að eignast.
Afgreiðslumaðurinn, slóttugur, gamall karl nefndi verð, sem ég reyndi
að prútta niður. ,,En lítið þér nú á,” sagði ég; „hornið á henni hefur
orðið fyrir hnjaski.” ,Jæja,” svaraði hann, ,,það vissi ég ekki. Þá
kostar hún fimmhundruð krónum meira.
Skilti á bar: Við tökum ekki ábyrgð á töpuðum höttum, frökkum
eða jafnvægi.