Úrval - 01.06.1976, Page 88
86
URVAL
þar innifalið, voru þær upplýsingar,
scm fengust af tilrauninni, nauðsyn-
legar fyrir þá, sem raunverulega
munuferðastútígeiminn. Þóliggurí
augum uppi, að ekki er hægt að spá
fvrir um alit það, sem þeir verða að
horfast í augu við.
Við erum í ljómandi skapi. Við
erum kurteisir og tillitssamir, eins og
hæftr þegar nánir vinir koma saman
til að gera sér glaðan dag. I staðinn
fyrir hið daglega skonrok og kex
höfum við brúnar, mjúkar bollur á
borðum. Herman og Bóris eru
hrifnir af bollunum mínum. Þær
hafa líka heppnast vel. Matseðillinn
er fyrsta flokks: Svört styrjuhrogn,
rækjur, salat.
Þegar kiukkan sýnir miðnætti og
Kremiarklukkur klingja, lyftum við
glösum okkar og skálum.
JAFNVEL DRAUMARNIR
ERU í LIT.
Tíminn hvílir á okkur eins og
mara. Með döprum huga mmnist ég
ferðalaga út um landið. og langaði til
að ferðast eins i rúmi sem i tima.
Kannski funglyvdi okkar hafi venð
óeðlilegt 'i Nei. Manninum er eðlilegl
að finna til gleði og sorgar. að elska
og hata. Þetta er krydd lífsins.
Hir.ar óvenjulegu kringumstæður
hafa áhrif á allt okkar atferli, jafnvel
draumana, sem við skráum í sérstakar
bækur. Einu sinni rifumst við Her-
man. Nóttina eftir dreymdi mig, að
ég sá vin minn, Victor Pótapoff að
nafni, koma inn í klefann til okkar til
að leysa Herman af hólmi. Aðra
nótt sá ég okkur greinilega, þar sem
við fórum út á þak snævi þakinnar
byggingar, fórum í snjókast og síðan
aftur inn í geimskipið. Og þá fyrst
gerði ég mér grein fyrir því, að mig
dreymdi í litum.
Sérfræðingarnir læra af öllu okkar
háttalagi: Hve fljótir við erum að
sofna, hve fast við sofum og hve
lengi, hverjar hreyftngar okkar eru í
svefninum, hve mikið okkur dreym-
ir, hversu Ijósir draumarnir eru,
hvernig þeir eru samsettir, hvað
okkur dreymir, hvaða tilfinningar
brjótast fram í draumunum og hvort
þeir eru í litum — allt hjálpar þetta
sérfræðingunum. Og þess vegna
verðum við að búast ttl svefns með
sérstök magabelti með skynjurum.
Stundum eru þessir skynjarar festir
við höfuðin á okkur.
Framan af, meðan við vorum að
venjast, voru draumarnir aðallega
með rauðum og svörtum blæ. Seinna
urðu litirnir eðlilegri.
Flestar bókanna, sem við lesum,
eru um ferðalög, vilt dýr og ósnortna
náttúru. Okkur þótti líka athygjisvert
að lesa bækur hinna hugumstóru
hellafræðinga Michel Siffre og Nor-
berts Castrets. Þar fengum við
margar vlsbcndingar, sem við gátum
hagnýtt okkur.
TILBÚNN ÖRHEIMUR.
Eg reif i hurðarhúninn. Eftir
fáeinar sekúndur fannst okkur sem
við værum komniri nýjan heim. Við