Úrval - 01.06.1976, Page 90
88
beið merkis. Þegar loftþrýstingurinn
í geimfarinu og gróðurhúsinu hafði
verið jafnaður, gall skipunin við:
,, Opna gróðurhúsið...! ”
.. .Nokkrir daga eru liðnir síðan við
fengum þetta aukna svigrúm —
matjurtagarðinn. Þegar við stígum
þangað inn, kiprum við ósjálfrátt
saman augun. ,,Sólin” þar er svo
björt. Rakadropar á veikburða sprot-
unum minna á dögg. Ég loka
augunum og mér þykir sem ég andi
að mér ilmi jarðarinnar og skógarins
og heyri fuglana syngja. Sambandið
við náttúmna er manninum óum-
ræðilega mikils virði.
Við emm að rannsaka sprettu og
þróun plantna í lokuðum klefum og
hæfileika þeirra til að þroskast í
trjákvoðunni, sem notuð er fyrir
jarðveg. Úr þessum jarðvegi fá
jurtirnar vökvun, ásamt þeim raka
sem myndast af þéttingu andrúms-
loftsins, en hann er aftur á móti nær
eingöngu afþví, sem mannslíkaminn
leggur til, örvemm trjákvoðunnar og
plöntunum sjálfum.
Hvaða plöntur ætti að taka með í
ferðalög út í geiminn? Af æðri
plöntum er líklegt að maðurinn velji
helst þær, sem hann notar til matar.
Við höfum fljótsprortið grænmeti —
allt með A, Bl, B2 og PP fjörefnum.
Gróðurhúsið er verkfræðiafrek.
Margháttuð sjálfvirk kerfi sjá plönt-
unum fyrir réttu loftslagi, vatni og
Ijósi og vaka yfir vexti þeirra og
þroska. ,,Dagurinn” í því stendur í
ÚRVAL
fjórtán jarðarsólarhringa. Síðan kem-
ur jafn löng „nótt.”
Maður, plöntur og örverur eiga
þannig að lifa saman í lokuðum
klefa. Myndast líffrceðilegt jafnvægi
milli þessara aðila? Því eigum við að
komast að.
Undir venjulegur kringumstæðum
á jörðinni verðum við ekki vör við
það, sem plönturinar gefa frá sér.
.Stöðug hreyfing ioftsins flytur útguf-
un þeirra burtu jafn harðan. Öðru
máli gegnir í lokuðum hólki eins og
okkar, geimfari eða geimstöð.
Örvemr hafa líka áhrif á plöntur.
Sannað hefur verið, að fyrir tilverknað
þeirra þroskast fræ sumra plantna fyrr
en ella og plöntur þrífast betur
heldur en við dauðhreinsaðar að-
stæður.
í lokuðum gróðurhúsum er hlut-
verk örveranna í viðgangi plantna
ekki minna en í eðlilegu umhverfi.
Þetta hefur samt lítið verið rann-
sakað. Maðurinn hefur sinn eigin
örveruheim. Þær finnast alltaf á
hörundi mannsins og svitakirtlum.
Það verður einnig að taka tillit til
þeirra.
Það er vitað, að þegar maður er
langtímum saman í lokuðum klefa
fjölgar skaðvænlegum örvemm á
líkama hans, en tegundum örvera
fækkar. Bakteríujafnvægið, sem
verndar manninn frá sýkingu, rask-
ast. Örheimur plantnanna á einnig
að vera í jarfnvægi. Á langri ferð sem
okkar virtist þvi þurfa sérstök örvem-
lyf, sem kæmu í veg fyrir sýkingu af