Úrval - 01.06.1976, Page 91
MILLIJARÐAR OG MARS
89
rugluðu örverujafnvægi á svo langri
geimferð — en slík lyf eru enn ekki
til.
Fyrsti geimfari heimsins, Júrí
Gagarín, var 108 mínútur úti í
geimnum. Nú lengjast geimferðir
sífellt. Til þessa hefur þó verið hægt
að draga fram lífið á birgðum, sem
teknar eru með frá jörðu. En það
dugar ekki, þegar kemur til ferða,
sem ef til vill standa í mörg ár.
Allt í allt er flugtíminn til Mars og
aftur til Jarðar um tvö ár. Maðurinn
þarf 800 grömm af súrefni, 700
grömm afþurrmeti og 8 lítra af vatni
— þar af 2,5 lítra til drykkjar — á
dag. Þriggja manna áhöfn, sem
Gróðurhúsið var mikill gleðigjafi.
Hér skín ánægjan af Andrei yfir
,fósturbörnunum. "
ferðast í 12 mánuði, þyrfti ellefu
tonn af birgðum. Það þarf 4000
hestafla eldflaugarkraft til að lyfta
hverju kílói. Það eitt gerir ferðir til
fjarlægra hnatta ókleift.
Sköpun umhverfís, sem dugar
löngum ferðum mannsins um geim-
inn er ákaflega lokkandi viðfangs-
efni. Þar er margur vandinn að brjóta
til mergjar, áður en maðurinn getur
gert sér tilbúinn lífheim með sífelldri
endurnýjun þess, sem hann þarfnast.