Úrval - 01.06.1976, Page 93
MILLIJARÐAR OG MARS
um stutt og reynum að láta óþægi-
legar athugasemdir sem vind um
eyru þjóta eða minnsta kosti svara
ekki fyrr en að athuguðu máli og láta
skynsemina ráða fyrir skapinu.
Hvað eftir annað varð ég þess
áskynja, að þegar rifrildi blossar upp,
er hin raunverulega ástæða til þess
fljót að falla í skuggan fyrir rifrildinu
sjáfu sem slíku. Það er eins og rifrildi
spretti af því, sem kallað er ,,grund-
vallaratriði” (prinsipp). En hvað er
grundvallaratriði? Er það ómeðvitað-
ur ótti við að sýnast undanlátssamur,
eða hvöt til þess að gera sjálfan sig að
meiri manni?
Við tókum þá ákvörðun að ræða
hreinskilnislega og rólega það sem
okkur bæri á milli, ef til deilna
kæmi. Og við settum eina stranga
reglu: Hver og einn átti að skýra frá
sínum eigin mistökum. Gagnrýni
hinna var bönnuð! Árangurinn hefur
verið góður.
í morgun lá samt við, að ég kæmi
sambandi okkar úr jafvægi.
Við höfum gert það að fastri reglu,
að eftir morguleikfimina fari sá
fyrstur í baðherbergið, sem á vakt
þann dag. Herman átti vakt í dag,
en í hugsunarleysi fór ég á snyrting-
una á undan honum. Þegar ég kom
svo fram aftur, eftir að hafa þvegið
mér og núið vandlega með hand-
klæði, sá ég að Herman var að
útbúa morgunmatinn og Bóris
snultraði í kringum hann og lét í ljósi
vanþóknun stna á því, að hann skyldi
vera að malla með óþvegnar hendur.
91
Herman lét sem hann sæi hann ekki.
En það var spenna í loftinu. Það var
fjarska óþægiiegt að finna sig sekan
um ástæðuna til þess. Sem betur fór
lét Herman ekki lengi bíða eftir því,
að hann færi fram.
Það kemur mér á óvart, hve vel
mér fellur við Herman. í gær
ræddum við um lífið og tilveruna;
skemmtilegar og opnar samræður. En
Bóris sökk inn í sjálfan sig. Mér
virðist honum ekki standa á sama um
þessa þíðu í samskiptum okkar
Hermans. Ég er viss um, að það er
einmitt þessi langa, óaflátanlega
samvera okkar, sem veldur svo
óvenjulegum viðbrögðum við öllum
hlutum.
Hér er eitt dæmi. Ég er að elda
kvöldmat — síberískar kjötbollur. Ég
læt vatnið hitna.
,,Svona bollur á að láta í kalt
vatn,” segir Bóris, sem á leið hjá.
,,Nei, þær á að láta í sjóðandi
vatn. Annars hrynja þær í sundur,”
svara ég.
, ,Þetta er vitleysa hjá þér, þú átt að
láta þær t vatnið kalt,” segir Bóris
geðvonskulega. ,,Ég veit betur en
þú, hvernig á að elda svona bollur.”
Hvað átti ég að gera? Láta
bollurnar í kalt vatn eða sjóðandi
vatn? Ég lét þær í sjóðandi vatn, þótt
mér væri ljóst, að það gat haft
alvarlegar afleiðingar fyrir vináttu
okkar.
Og nú skiptir mestu máli að halda
geðró sinni, hvað sem Bóris segir.